Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1947, Qupperneq 24

Heimilisblaðið - 01.03.1947, Qupperneq 24
68 HEIMILISBLAÐIP — Ég vildi mikið gefa til að mega eiga viðskipti við yður, livíslaði kaupmaðurinn í eyra Carmenar. — Þið eruð þokkapiltar, þessir karlmenn, sagði Carmen og flissaði, og gerði sig eins girnileaa og hún framast kunni. — Hafið þér engan betri fisk en þennan? spurði ungfrú Ciriaca. — Betri en þennan! En hann er svo góð- ur, að liann gæti verið á borðum í brúðkaups- veizlu. — Þá skuluð þér geyma hann þangað til þér haldið brúðkaup, sagði Carmen. — Ég mundi <?era það, ef ég hefði ekki ákveðið, að kvænast aldrei, svaraði kaupmað- urinn, en bætti síðan við og hvíslaði í eyrað á Carmen: — En ef þér viljið mig, þá mundi vera öðru máli að gegna. Carmen fékk hjartslátt af gleði. — Nú eruð þér að gera að gamni yðar, sagði hún lágt. Kaupmaðurinn varð hræddur um að verða gerður ábyrgur orða sinna og muldraði eitt- hvað í barm sér. Síðan skipti hann um um- ræðuefni. Ungfrú Ciriaca spurði um verð á fiskinum, en lirópaði, þegar hún heyrði það: — Guð minn góður! Svona dýrt! Þá er skiljanlegt, hvers vegna við erum ógiftar. — Það er satt, við skulum fara, sagði Car- men í mjög þungu skapi, og þær fóru iít úr búðinni. Síðan leið eitt ár og tvö. Carmen var að verða tuttugu og níu ára og var ennþá ógift og óspjölluð. Dag nokkum sá hún eiganda skósmíðavinnustofu, sem enn var ókvæntur og ungur, standa beint á móti henni hinum megin við götuna og liorfa upp í gluggann til hennar. Hún minntist þess, að hann liafði áður fyrr sagt ýmislegt smjaðrandi við liana, er hún gekk fram hjá vinnustofu lians, og hún spratt upp, ofsakát, þegar henni datt í hug, að það væri hennar vegna, að hann stóð þarna á gangstéttinni hinum megin göt- unnar. Þegar hún sá hann standa þarna, fór hún oftar en einu sinni út, undir því yfir- skyni. að hiin ætlaði til kirkju. En skósmið- urinn kom aldrei til liennar. En þótt árang- urinn væri ekki betri en þetta, var Carmen jafn vongóð. Hún hélt, að skósmiðurinn hefði ekki einurð til að tjá henni ást sína mtmn- lega, og bjóst við, að hann mundi þá og þegar gera það skriflega. Dag nokkurn, þegar presturinn kom að utan, sagði hann við ungfrú Ciriaca og Car- men: — Jæja, nú verður bráðlega brúðkaup her í liúsinu. — Hver ætlar að giftast? spurði Carmen- — Dóttir klæðskerans hérna uppi í þak- íbúðinni. — Hverjum? — Skósmiðnum, sem vinnur hérna hand- an við götuna. 1 fyrsta skipti á ævinni tók Carmen að hug' leiða, hvernig forfórsehlspítur mundu vera á bragðið. Ennþá leið eitt ár. Ungfrú Ciriaca var önii' um kafin að búa til fatnað á jómfrú skírlíf- isins fyrir prestinn. Hún firrtist ekkert við það, þótt henni væri falin slík vinna, þvl að hún hafði fengizt við slíkt í þrjátíu ár, og hiin var búin að.sætta sig við það lilut- skiptx, að klæða dýrlingamyndir, svo frarn- arlega, sem hún ekki ynni í happdrættinu, því að aldrei hefur nein piparjómfrú auðg- azt á að sauma föt á dýrlingalíkneskjur. Þetta var skýringin á því, að ungfrú Ciriaca eyddi svo miklu fé í liappdrættismiða. Morgun einn, þegar presturinn kom heitu úr kirkju, sagði hann við Carmen: — Við verðum líka að athuga fatnað handa jómfrú þjáninganna. Ungfrú Ciriaca er önn- um kafin, svo að ég verð að biðja þig að gera það, Carmen. — Geturðu ekki látið mig í friði, frændi, sagði Carmen fokvond. Þá varð veslings prestinum ljóst, live mikla óbeit systurdóttir hans liafði á því að kloeða dýrlingamyndir, og hann reyndi árangurs- laust að stilla ofsa hennar. Nokkru síðar fór Carmen út til þess að kaupa sex knippi af fosfóreldspítum — eIX það var ráðgáta, hvað liún ætlaðist fyrir nieð þær, því að lyktin af þeim er eins og í þvl neðsta og versta. Eldspítnasalinn, sem Car- men sneri sér til, var óánægður með hlut- skipti sitt, enda þótt hann hefði byrjað þessa verzlun aðeins fyrir fáum dögum, því að hann var orðinn þreyttur á iðjuleysi og mátt- farinn af föstum. Með því, að hann var allt

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.