Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 28
72 HEIMILISBLAÐIÐ SELMA LAGERLÖF: STELPAN FRÁ STÓRMÝRI Um síðir stóð hann upp, rétti úr sér, geisp- aði og gekk til dyra. Hér um bil samstundis stóð Erlendur Er- lendsson einnig upp, liann var búinn að reykja út úr pípunni sinni, og fór inn í dagstofuna til að sækja tóbak. Meðan liann var þar inni og fyllti pípuna, sá bann hvar Guðmundur kom labbandi. Gluggar dagstofunnar sneru ekki út að hlaðinu, eins og viðbafnarstof- unnar, lieldur sneru út að garði með nokkr- um 8tórum og báum eplatrjám. Fyrir neðan garðinn var flói, þar sem á vorin voru stórir vatnspyttir, en sem voru því nær þurrir á sumrin. Það var sjaldan, að nokkur færi í þá átt. Erlendur Erlendsson gat ekkert skilið í því, hvaða erindi Guðmundur ætti þangað, og fylgdi honum með augunum. Hann sá þá, að sonurinn lét hendina í vasann, dró einhvern hlut upp og henti honum út í forina. Því næst fór hann yfir litla garðinn, stökk yfir girðinguna og gekk eftir veginum. J afnskjótt sem sonurinn var kominn í hvarf, fór Erlendur út og fór, eins og liann, að fen- inu. Þegar þangað var komið, óð liami út í leðjuna, beygði sig snöggt niður og tók upp hlut, er liann hafði rekið fótinn í. Það var stór sjálfskeiðungur, og var stærsta blaðið í honum brotið. Hann margsneri honum og athugaði hann nákvæmlega, á meðan hann stóð úti í vatninu. Því næst stakk liann hon- um í vasa sinn, en tók hann upp og athugaði hann þó nokkrum sinnum, áður en hann fór inn í húsið aftur. Guðmundur kom ekki heim, fyrr en allir voru liáttaðir. Hann fór þegar í stað í rúmið, án þess að bragða á kvöld- matnum, er borinn hafði verið á borð lianda honum í viðhafnarstofunni. Erlendur Erlendsson og kona hans sváfu í dagstofunni; í dögun fannst Erlendi, að hann heyra fótatak fyrir utan gluggann. Hann fór á fætur, dró gluggatjaldið til liliðar og sá, að Guðmundur fór ofan að feninu. Hann fór úr 6kóm og sokkum, óð út í vatnið og ráfaði fram og aftur eins og sá, sem leitar að einhverju. Því hélt hann lengi áfram, óð svo til lands, eins og hann hefði í hyggju að fara, en fór brátt að leita aftur. Fulla klukkustund stóð faðirinn og horfði á hann. Þá fór Guðmundur inn í húsið og fór aftur í rúmið. ■ Hvítasunnudag þurfti Guðmundur að fara til kirkju með unnustu sinni. Þegar liann fór að beita fyrir, gekk faðir hans út á hlaðið. — Þú hefur gleymt að fægja aktygin í dag, mælti hann, um leið og hann gekk fram lijá, því bæði aktygin og vagninn voru ófægð og óhrein. — Ég lief þurft um annað að hugsa, sagði Guðmundur kæruleysislega, og ók af stað án þess að bæta úr því. Guðmundur fylgdist með unnustu sinni lieim frá kirkjunni og var á Álfökrum allan daginn. Þar safnaðist saman mikill fjöldi af ungmennum til þess að lialda liátíðlegt síðasta kvöld Hildar sem heimasætu, og döns- uðu langt fram á nótt. Þar var gnægð af

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.