Heimilisblaðið - 01.03.1947, Qupperneq 8
52
HEIMILISBLAÐIÐ
fleygu ör sinni. Kona hans fléttaSi ábreiður
úr tvenns konar jurtatrefjum, og vakti það
mikla hrifningu. Allir urðu liöggdofa af undr-
un, þegar Hindúinn gekk fram og sýndi listir
sínar. Og Kínverjinn sýndi, hvemig hægt
er að þrefalda hveitmppskeruna með því að
setja niður ungar plöntur og láta bilið milli
þeirra vera jafnt.
Evrópumaðurinn hafði þráfaldlega vakið
gremju meðsystkina sinna — það var annars
undarlegt, hve óvinsæll hann var — með því
að óvirða listir hinna miskunnarlaust og með
fyrirlitningu. Þegar Indíáninn skaut fugl, sem
sveif hátt uppi í bláu loftinu, yppti hinn ungi
maður öxlum og sagði, að tuttugu grömm af
dýnamíti gætu sent byssukúlu þrisvar sinn-
um eins hátt upp í loftið. En þegar hann
var beðinn að sýna þessa list, gat liann það
6amt ekki. Hann sagði einungis: — Ef ég
liefði þetta eða hitt tiltækilegt, og aðeins
svona tíu eða tuttugu aðra Iiluti, þá skyldi
ég sýna ykkur.
Hann hafði líka gert gys áð Kínverjanum
og sact, að þessi aðferð, að setja niður ungar
liveitiplöntur á nýjan hátt bæri að vísu vott
um iðni — en jafn mikill þrældómur gæti
þó ekki gert menn hamingjusama.
En Kínverjinn hafði haldið því fram, að
þjóð lians væri liamingjusöm, ef liún hefði
nóg að bíta og brenna, og ef hún bæri virð-
ingu fyrir guðunum. Þessi röksemd hans var
liyllt ákaft. en Evrópumaðurinn hló hæðni-
hlátur að lienni.
Þessi skemmtilega keppni hélt áfram, og
loks höfðu öll dýr og menn sýna gáfur sínar
og listir.
Þetta liafði vérið mikilfenglegt og skennnti-
legt, og höfðinginn hló í hvítt skegg sitt, og
sagði með ánægju í röddinni, að nú mætti
vatnið sjatna og liið nýja líf á jörðinni liefj-
ast, því að nú vantaði ekki lengur einn ein-
asta þráðarspotta í eilífðarkyrtil Guðs —
og ekkert væri því til fyrirstöðu, að hægt
væri að stofna óendanlega hamingju á jörð-
inni.
Það var Evrópumaðurinn einn, sem ekki
liafði sýnt neinar listir, og nú kröfðust allir
aðrir þess með ákafa, að hann stigi fram
og sýndi gáfur sínar, svo að unnt væri að
ganga úr skugga um, að hann hefði líka rétt
til að anda að sér Guðs dýrmæta lofti og
halda áfram ferð sinni með hinu fljótandi
liúsi höfðingjans.
Evrópumaðurinn færðist lengi undan og
reyndi að hliðra sér hjá að koma fram. En
nú lagði Nói sjálfur fingurinn á brjóst hans
og hvatti hann til að skerast ekki úr leik.
— Jæja, hóf livíti maðurinn mál sitt, ég lief
líka þroskað sérstaka gáfu með mér. Hún
er ekki í því fólgin, að ég hafi betri sjón
en nokkur annar, eða næmari þef eða heyrn,
eða að ég sé duglegur til h'kamlegrar vinnu,
eða annað þess háttar. Hæfileikar mínir eru
göfugri en það — Guð liefur gefið mér skyn-
semi.
— Lofaðu okkur að sjá hana, hrópaði Svert-
inginn; og allir þyrptust að honum.
— Hún er ekkert, sem maður getur haft
til sýnis, sagði hvíti maðurinn ofurlítið álás-
andi. Þið hafið víst ekki skilið mig til hlítar.
Það, sem ég hef umfram aðra, eru vitsmunir-
Svertinginn hló af kátínu, svo að skein i
skjannalivítar tennurnar. Hindúinn vipraði
þunnar varir sínar liáðslega, og Kínverjinn
hrosti undirfurðulega og gátlátlega með sjálf-
um sér.
— Vitsmunir, sagði hann liægt. Já, en sann-
aðu okkur þá, að þ ú sért svo vitur, sem þn
vilt vera láta. Fram til þessa hefur þess ekki
orðið mjög mikið vart.
— En vitsmunir eru ekki þess eðlis, að
hægt sé að sýna þá, sagði Evrópumaðurinn
önugur og kenndi mótþróa í röddinni. Hæfi'
leiki minn og það, sem einkennir mig, er
þetta: Ég tek í liuga minn myndir að utan,
og síðan get ég útfrá þessum myndum —
án allrar utanað komandi aðstoðar, — búið
til nýjar myndir af nýjum hlutum í þessuin
myndum. Ég get upphugsað heila veröld 1
lieila mínum — og það er það sama og að
geta beinlínis umskapað hana.
Nói sló lófanum á enni sér. — Má ég spyrja,
sagði hann hægt, hvað gott getur af því leitt?
Á hvern hátt getur það lijálpað eða koinið
að notum að skapa þá veröld að nýju, sein
Guð hefur þegar skapað? Hvað ætlast þu
fyrir með jörð Guðs í þínu litla höfði?
Allir fylgdu Nóa að málum og konni nieð
óteljandi spurningar.
— Ofurlítið hægan, hrópaði Evrópumað-
urinn. Þið skiljið mig ekki rétt. Afrek vits-
munanna er ekki auðvelt að sýna á sanaa