Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1969, Side 34

Heimilisblaðið - 01.11.1969, Side 34
Deigið sjálft er hnoðað. Pressugerið er hrært út í volgri mjólk og er látið út í deigið. Það er hnoðað vel. Síðan er það flatt út af- langt í laginu, ca 45X20 sm. Pyliingin er sett yfir allt deigið. Deigið er síðan vafið saman eins og rúlluterta og látið í smurt hringform. Látið standa á hlýjum stað í ca 45 mín. Penslað með eggi og söxuðum möndl- um stráð yfir. Bakað í ca 25 mín. við meðal- hita (175°). Hér er svo uppskrift af mjög góðum ábæti, sem má hafa til tilbreytingar á jólunum: Austurrískur ábcetir. 125 gr hrísgrjón tá 1 mjólk ofurlítið salt liýði af 1 sítrónu 3 msk sykur jA dós af blönduðum ávöxtum A 1 rjómi 4 blöð af matarlími Mjólkin er hituð, hrísgrjón, salt og sítrónu- hýði er látið út í og látið krauma við lítinn hita í ca 35 mín., síðast er sykrinum hrært út í og hrísgrjónavellingurinn er látinn á ka'ldan stað. Avöxtunum er hellt úr og látið renna vel af þeim. Matarlímið látið í bleyti í kalt vatn í 5 mín., síðan leyst upp í 1 bolla af vel volgum ávaxtasafa. Þeyttur rjómi, ávextir og matarlímsupplausnin er hrært saman við hrísgrjónin. Allt látið í form, sem er skolað innan upp úr köldu vatni. Síðan látið í ísskáp í ca 1 klst. Til að losa búðing- inn úr forminu er því dýft niður í heitt vatn og búðingnum síðan livolft úr. Borið fram með hindberjasósu. Plestir liafa miklu meiri ánægju af að fá jólagjafir, sem gefandinn hefur búið til sjálf- ur. Iíér er góð gjöf handa þeim, sem aldrei geta haft fingurbjargir, saumnálar, tvinna o. fl. í röð og reglu. Stálpaðar telpur ættu auðveldlega að geta útbúið svona saumakerl- ingu til að gefa ömmu eða mömmu í jólagjöf. Og þá eru það jólafötin: Matrósaföt eru alltaf falleg og á meðfylgjandi mynd eru þau .einnig hentug vegna þess að dökkblátt pilsið má nota með öðrum blússum og peysum. Ef kjóllinn er úr flaueli, þá er fallegt að hafa blúndukraga við. Svo eru hér myndir af tveim skokkum fyr- ir stóru stúlkurnar, þá má nota til spari með fallegum blússum og hversdagslega með peys- um. Svo óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla! 254 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.