Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 4
tíma að undrum sætir — og snýr heim án þess að hafa millilent nokkurs staðar. Leirinn blandar hún með munnvatni sínu, hnoðar honum í kúlu og flýgur með þetta, á hreiðurstaðinn. Síðan er röðin komin að maka hennar að fara í sams konar för. Þegar sumri hallar og hausta fer, hverf- ur þessi órólegi fugl til vetrarbústaða sinna í hitabeltislöndunum eða í heitustu hlutum tempraða beltisins. Þar heldur hún áfram sumarfríinu á meðan norðlægari slóðir eru huldar snjó. Svölurnar eru sá farfuglinn sem ferðast einna lengst allra fugla. Ein tegundin fer alla leið frá Evi’- ópu til Indlands, já, jafnvel til Malaya og Indónesíu. Þær fljúga aðeins að degi til og gefa sér nægan tíma, enda þótt þær geti flogið hraðar en flestir aðrir fuglar, ef því er að skipta. Iðulega snúa þær aft- ur heim í sín fyrri hreiður — eða allavega önnur þeirra. Venjan er sú, að svöluhjón séu hvort öðru trú alla ævina. Svölurnar kála miklum. f jölda mýflugna, aldinborra, lirfa og annarra skorkvikinda, sem með offjölgun mjmdu valda tjóni. Framsýnn bóndi sem ég þekki veitir alltaf vatni á vænan blett umhverfis hlöðu sína á hverju vori, til þess að hæna svölurnar að, svo að þær byggi hreiður sín undir þakskegginu. Á þenna hátt útvegar hann sér heila flughersveit, til þess að vernda gróðurlendið gegn hættulegum skordýrum. Vængir svölunnar eru tiltölulega langir miðað við búklengdina. Vængbroddamir eru þannig lagaðir, að fuglinn á mjög auð- velt með að nema staðar í loftinu, steypa sér eða hækka flugið af dæmafáu öryggi og nákvæmni, og kemur það hvað bezt í ljós þegar hann lendir í hreiðrinu, flýgur undir brýr, eða smýgur í gegnum göt og rifur, sem í fljótu bragði virðist ótilkvæmi- legt fyrir hann. Sami vængjaútbúnaður gerir svölunni einnig kleift að stíga lóð- rétt til lofts eftir að hafa blakað vængj- unum aðeins tvisvar eða þrisvar sinnum, þegar flogið er upp af hreiðrinu. Hún get- ur líka steypt sér á fluginu svo eldingar- snöggt, að ekkert skordýr fær undan henni komizt. Sömuleiðis getur hún skipt yfi* frá lóðréttri steypu yfir á lárétt flug með svo fyrirvaralausum hraða, að hún getur strokið vatnsflötinn án þess að snerta hann. Það eina, sem miður má kallast 1 líkamsbyggingu svölunnar eru tiltölulega smáir fætur, sem gera það að verkum að henni veitist ekki eins auðvelt að ná tak1- á nokkru, þá sjaldan hún ekki er á flug1- Henni lætur vel að koma sér fyrir á unum milli símastauranna. 0g þegar ung' arnir hafa yfirgefið hreiðrin má iðukga sjá þá þyrpast á slíka staði á meðan veriö er að mata þá. Til sveita hefur fólk jafnan litið á svöl' una sem veðurspáfugl. Þegar svalan flýg' ur lágt, þá má búast við kólnandi veði'1 og vætu; fljúgi hún hátt, þá má búast við áframhaldandi hlýju og sólskini. Og enda þótt ein einstök svala komi ekki með sum- arið með sér, þá er nokkurt sannleikskor11 í því sem hér var sagt, því skordýrin htfga sér eftir veðurlaginu. Og svölurnar fljn^a á þeim stöðum þar sem skordýrin haldn SÍg' ., ? Svo er að sjá sem svölur haldi trygg við bústaði sína. Fyrir okkur mennina el það í senn hvetjandi og vottur um kraft lífsins að vita þær og sjá í grennd vi bústaði okkar. Þær eru eins og neðanmák' grein við þann póst, sem okkar eigið H'fS' hlaup spannar. Svalan er líkt og tengiliðul milli frjálsrar og óbundinnar náttúrunn- ar og þess jarðbundna lífs, sem við meílU' imir verðum að gera okkur að góðu. w 4 H E I M I L I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.