Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 18
gæti kallað sér til aðstoðar. Kapteinninn mundi að öllum líkindum sætta sig við þá tilhugsun. Það var ósennilegt, að hann mundi gera tilraun til að láta skríða til skarar. Hann hafði nógan tíma til að bíða. Þegar Curzon leit um öxl, veitti hann því eftirtekt, að hermennirnir voru stignir af baki og teymdu nú hestana á eftir sér inn í eina af réttunum. Tilgangurinn var auðsær. Þeir ætluðu að yfirgefa bóndabýl- ið á ólúnum hestum, og strax og myrkrið væri skollið á, og gæti þannig hulið at- hafnir þeirra, mundu þeir fara stytztu leið- ina á þeysireið og reyna að komast til nám- anna á undan flóttamönnu.num í póstvagn- inum. Þegar þeir væru komnir þangað, gætu þeir í skyndi skipulagt vopnað lið og umkringt vagninn með svo miklum liðs- afla, að jafnvel hinum fræga Ruy da Luz tækist ekki að brjótast burt. Allt til þeirr- ar stundar áttu flótamennirnir að fá leyfi til að halda leiðar sinnar óáreittir. Curzon hafði aldrei haft háleitar hug- myndir um gáfur Corcueras, og fyrirlitn- ing hans á honum óx með hverri stundu, sem leið. Hann setti nú bakkann með mat- vælunum í kjöltu sína, og með rýtingi skar hann kj ötið í sneiðar, sem hann lagði milli hverra tveggja brauðsneiða eins og nokk- urs konar samlokur. Hann bauð stúlkun- um kurteislega að taka fyrst. „Þetta er að sönnu að borða miðdag á frumstæðan hátt,“ sagði hann afsakandi, „en við get- um ekki sett slíkt og þvílíkt fyrir okkur í kvöld.“ „Ég vil ekki hafa neitt af þessu,“ sagði Jay Coulter með kuldalegri fyrirlitningar- röddu. Hún vildi láta hann skilja, að hún kysi heldur að svelta en þiggja mat af Ruy da Luz. „Þér verðið áreiðanlega á annarri skoð- un, áður en vika er liðin “ sagði hann með óheillavænlegri spámannsröddu. „Hvað segir þú, Hermina, vilt þú ekki heldur þiggja neitt?“ Þessi dekraða unga stúlka var ekki jafí1 stolt í skapi og vinkona hennar. Hún tók kjúklingsbita milli tveggja breiðsneiða og bragðaði á, með því rétt aðeins að narta í það. En svo henti hún brauðinu frá sei’- „Hann er steiktur í sauðatólg!" sagði hun með viðbjóði. Toomey og Curzon, sem ekkert höfðu fengið að borða allan liðlangan daginn> voru ekki eins vandlátir Sama var uð segja um Apache. Milli munnbitanna, sem Curzon fékk sjálfum sér, braut hann sma- bita handa hundinum, og þrátt fyrir and' úð eigandans neytti Apache kvöldverðai’. sem hefði verið nægjanlegur handa sex hundum á stærð við hann. Upp frá þessU átti Hermina í miklum brösum við að a þess, að hundurinn legðist ekki á kne glæpamannsins. „Þér er víst ljóst,“ sagði Toomey °° andvarpaði, eftir að hafa neytt sex gi’íð' arstórra samlokna og rennt þeim niðu1 með nokkrum vatnssopum út vatnsgeym1’ sem hann hafði fundið undir ökumanns- sætinu, — „þér er víst Ijóst, að við ökum beina leið inn í gildruna." „Hjá námunum, meinarðu?“ sagði Cui' zon. „Já, auðvitað, en undir eins og oi’ðn er nógu dimmt höfum við leyfi til a beygja út af veginum og halda til suðvest' urs.“ „Nú þannig,“ sagði múlrekinn. „Jú> var bara að velta því fyrir mér, hvað Þ11 hefðir í hyggju að gera.“ „Það kemur nú sennilega út á eitt,“ sag , Curzon. „Ef við ökum til námanna, Þa bíður Corcuera, menn hans og námaverka' mennirnir eftir okkur þar. Við fáum Þa áreiðanlega góðar móttökur. Og ef við Ök um hina leiðina, rekumst við á Pio Ba1 boza og glæpamenn hans. Eftir því senl ráðsmaðurinn þarna sagði mér, kvað Ba boza og illþýði hans dvelja á þessum sl° um um þessar mundir.“ „Barboza!" sagði Toomey. „Það e1’ nU HEIMILISBLA Ðlp 18

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.