Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 17
Þjóðveginum eltur sem þjóðvegaræningi í ^ndum póstvagni milli tveggja ungra stúlkna, sem voru fangar hans og litu á úann með megnustu fyrirlitningu. Og önnur þeirra var einmitt — hún? ^ún hafði sjálf lagt sinn skerf til að koma úonum í þessa ótrúlega erfiðu klípu, og °ftar en einu sinni hafði honum fundizt kailn hata hana, af því að hún hafði hjálp- að til að koma jafn ódrengilegri fyrirætlun * f^'amkvæmd. Hann hafði fundið til sárra v°nbrigða innst í sálu sinni og svarið þess með sjálfum sér, að hefna sín geipilega og gefa henni ráðningu, sem hún skyldi ekki ^eyma undir eins. En núna — meðan þau óku áfram í þverrandi ljósi sólsetursins — voru það a^t aðrar hugrenningar. sem voru efst 1 huga hans. Við og við gaut hann augun- a*n til Jay Coulter, og hefði hann átt að klVfja tilfinningar sínar gagnvart henni til mergjar á þessu augnabliki, hefði hann 0l'ðið að viðurkenna, að gremja hans til . ennar var blandin ekki svo lítilli hluttekn- og aðdáun. Hún sat hérna við hliðina a rnanni, sem hún án efa hafði heyrt hræði- e^ar sögur um — hún var að minnsta kosti Sannfærð um, að hann væri bæði morð- lngi og ræningi. Og þrátt fyrir þetta sást ekki hið minnsta hræðslumerki á henni. 111111 hafði enga hugmynd um, hvaða örlög . u hennar. Hún vissi aðeins, að hún og Vlílkona hennar voru numdar á brott af voim þorpurum, sem voru að flýja í átt- lQa til fjallanna. . ffefndarlöngun hans var algerlega horf- 'n> hin riddaralega verndarlöngun karl- ^unnsins fékk yfirhöndina, en hann skyldi ^ta sín vel á því, að tala ekki eitt ein- ^ta róandi né uppörvandi orð við hana. ann vissi, að hið einasta svar, sem hann Jhundi fá, væri ískalt augnatillit og háðs- lifUr svitiur- Vantraust hennar og fyrir- nmg á honum áttu engin takmörk. Hin 6lr>asta hugsun hans var sú, að hann verð- He ÍMILISBLAÐIÐ skuldaði þetta í raun og \eru ekki, þar sem hann var hinn friðsami Willie Curzon, en ekki þjóðvegaræninginn Ruy da Luz. En hvað mundi þýða að segja henni það? Hún mundi ekki trúa einu einasta orði af því, sem hann segði. Þess vegna ályktaði hann sem svo, að hann ætti ekki annars úrkosta en leika það hlutverk til enda, sem kringumstæð- urnar höfuð þvingað hann inn í. Hann varð að bíða þolinmóður, þangað til sá dag- ur kæmi, að hann gæti réttlætt sig gagn- vart henni. Ef til vill kæmi sá dagur aldrei, og jafwvel þótt hann kæmi, mundi hún ef til vill ekki kæra sig um að hlusta á skýr- ingar hans. Hún var þóttafull stúlka og mundi áreiðanlega aldrei gleyma þeim auð- mýkingum, sem hún hafði orðið að þola, jafnvel þótt hún fengi vissu fyrir því, að hann hefði gert þetta allt í nauðvörn. Hann dró andann og andvarpaði þungt. Hann horfði út yfir fagurt landslagið, sem var með daufum litum og skuggum í hálf- rökkrinu. Allt í kring voru kindur á beit í stórum eða smáum hópum, hátt í lofti sveif lævirki og lét hinar hvellu bjöllu- trillur sínar bergmála yfir héraðið -— þetta voru allt gamalþekkt h’Jjóð. Hann mundi eftir þeim frá bernsku sinni, og á þessu augnabliki gat hann með engu móti skilið, að hann væri flóttamaður, sem stór fjár- hæð hefði verið lögð til höfuðs. Tíu þús- und pesos fyrir hann — Willie Curzon — dauðan eða lifandi! Strax og þeir höfðu yfirgefið bóndabýl- ið hafði Corcuera kapteinn að sjálfsögðu riðið þangað með fylgdarmönnum sínum og talað við ráðsmanninn. Curzon var ekki í neinum vafa um, að hermennirnir mundu fá nákvæma skýrslu um allt það, sem kom- ið hefði fyrir meðan hann sjálfur stóð við á bóndabýlinu. Corcuera mundi að sjálf- sögðu hrósa sigri, þegar hann sá flótta- mennina halda áleiðis til silfurnámanna. Þar mundi vera nógur mannafli, sem hann 17

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.