Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 26
á ská og horfði efablandinn á da Luz. „En núna, úr því að þú tilheyrir fjölskyld- unni,“ bætti hann við með röddu, sem hljómaði allt annað en þægilega í eyrum, „þá hefur þú ef til vill eitthvað út á það að setja, að við höfum hirt þessa smá- muni, sem við fundum hérna?“ „Engan veginn,“ fullvissaði Curzo hann uum. „Ég hef gifzt litlu senoritunni, en ekki fjölskyldu hennar. Mér kemur það ekkert við, hvað Garza kann að missa.“ „Það gleður mig, að við skulum ekki verða ósáttir um þetta atriði,“ sagði Barb- oza eftir stundarkorn. „Óðalið hérna,“ sagði Curzon göfug- mannlega, „er yðar eign. Þér komuð hing- að á undan mér.“ Barboza glotti. „Nú, jæja, þú lítur þá þannig á það, að óðalið hérna sé í minni eign, en póstvagn- inn í þinni. Að hvor aðili haldi sínu?“ „Alveg rétt,“ sagði Curzon og kinkaði kolli. „Það er það sem ég á við. Vagninn hérna er í minni eign með hestum, öku- manni, konu minni og ungfrú Coulter, sem er fangi minn. Þér hafið mitt leyfi til að gera við óðalssetrið hvað sem þér viljið. Ég skal ekki skipta mér af því.“ Svartskeggjaða tröllið hleypti brúnum á mjög óheillavænlegan hátt. Eitt augna- blik góndi hann á þenna djarfa, unga mann, sem endurgalt augnaráð hans með ófyrirleitnum, já, nænú því lítilsvirðing- arsvip. Lágt hvísl heyrðist frá þessum hlustandi hópi af áheyrendum. Barboza sneri sér snögglega við og greip gremju- lega til hnífsins í beltinu. Lágværa hvísl- ið dó út í óttablandina þögn. „Ef einhver er hérna, sem langar til að slást, þá skal hann bara gefa hljóð frá sér. Ég skal þá undir eins afgreiða hann,“ sagði Barboza. Hann seri sér aftur að Curzon og sló með hrifningu á öxlina á honum. „da Luz!“ sagði hann. „Þú ert maður alveg eftir mínu geði. Þú ert ljón. Þú þekk- ir ekki til hræðslu. Svona eiga karlmenn að vera. Við skulum hafa það eins og þu segir. Óðalið hérna er mín eign — póst- vagninn og allt honum meðfylgjandi —- er þín eign.“ Hann klappaði Curzon á öxlina með tröllvaxinni og loðinni krumlunni. „Þið skuluð vera gestir mínir — þú og ungn senoran og fallega, ókunna stúlkan. Það eru nógar vínbirgðir í vínkjallara Amors, og í kvöld höldum við mikla veizlu í saln- um, þar sem þeir tuttugu og fjórir sátu fyrir hundrað árum síðan.“ Með tiginmannlegri hreyfingu tók hann ofan fyrir Hermínu. „Þú ert hamingjU' samur maður, da Luz, að hafa unnið ástm svo dásamlegrar konu. Veizlan skal haldm henni til heiðurs. 1 kvöld skulum við drekka skál fegurstu brúðarinnar í Sonora!“ XIV. Ií( „Þér eruS ekki hugleysingi, da Luz — Aðalbyggingin var efst á lítið eitt hall- andi hæðardragi, umlukin af fallegum blómagarði með mörgum blómum °% blómstrandi runnum. Hún var spölkorn fra hinum dreifðu útihúsum, sem mynduðu sjálft gripabýlið. Veggirnir voru úr gul- leitu grjóti og geysilega þykkir. Rúðurnar í gluggunum voru allar litlar, en fyrir inn- an þær allar voru jámgrindur. TíguÞ steinninn á þakinu var rauðleitur í tungl8' Ijósinu. Byggingin líktist fremur gömlu vígi en einkabústað. Hún samanstóð ur sjálfri miðbyggingunni og tveim löngum hliðarálmum, sem hösluðu völl með hita- beltisjurtum, sem voru vökvaðar af g°s' brunni, sem spjó hinu ískalda vatni sínu fi’á fjöllunum dag og nótt. Stóru aðaldyrnar lágu inn í geysistórt anddyri. Veggirnir í því voru hvítkalkaðm- Til hægri og vinstri lágu dyr inn í hina* hliðarálmurnar. Innst í anddyrinu var H E I M I L I S B L A Ð I p 26

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.