Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 8
„Ungfrú — þetta er vinur minn, John Trentham, sannkallaður öðlingur að manni. En — hafið mig afsakaðan. Stúlk- an mín bíður eftir mér.“ Trentham hló við. „Þá er því aflokið. Og við þekkjumst. Gætum við ekki annars hitzt aftur — ég á við — einhvers staðar annars staðar en hér?“ Felicity var tilleiðanleg að hitta hann. „Eigum við að fara í smá ökuferð á morg- un?“ sagði hann. „Þá get ég kynnt yður fyrir bezta vini mínum.“ Það kom á hana alvörusvipur sem snöggvast. Vinur yrði í veginum. En hún flýtti sér að setja upp bros. „Við yrðum þá þrjú? Það yrði áreiðanlega skemmti- legt.“ Dagin eftir létti Feliciy stórum, þegar hún varð þess vör, að „vinurinn“ var hvolpur; það var Twist, sem sat hreyk- inn við hlið húsbóda síns þar sem þeir komu báðir akandi. „Ó, hvað þú ert sætur!“ sagði hún frá sér numin. „Ég verð að fá að koma við þig.“ Twist lét sér lynda faðmlagið við ungu stúlkuna, en John til nokkurrar undrun- ar, var hann síður en svo uppveðraður við hana. Hann hvorki dinglaði skottinu eða reyndi að sleikja hana í framan, og hann hafði ekkert á móti því að vera komið fyrir í aftursætinu. John skildi þá ekki þögla aðvörunina í augum dýrsins: „Kæri hús- bóndi minn! Láttu hana fara úr vagnin- um þegar í stað! Mér er ekkert um hana gefið!“ Aðvörunin fór fyrir ofan garð og neðan, en hvolpurinn og unga stúlkan urðu aldrei neinir mátar. ökuferðin sú arna varð upphafið að fleiri slíkum. Ekki leið á löngu unz John eyddi flestum kvöldum í samenyti við Feli- city. Ýmist fóru þau saman í leikhús, eða á krá eða í dansstað. Það hvarflaði ekki að honum að spyrja hana út í það, hversu auðvelt hún virtist eiga með það að fá frí frá starfinu ... Twist veslingurinn hefði nánast orðið að hafa ofan af fyrir sér í einveru, ef hann hefði ekki á eigin spýtur aflað sér vinar, eða réttara sagt vinu. John hafði aldrei tekið eftir ungu stúlkunni sem átti heima a hæðinni fyrir ofan; en einn daginn f01 Twist í rannsókarleiðangur og labbaði sig beint inn í vistarverur hennar. Hún hét Sheela Storm og var blaðamað- ur við kvennatímarit. Þegar Twist gekk inn fyrir þröskuldinn hjá henni, varð hun strax hrifin af honum og hélt að hún 8'æ^' haldið honum kyrrum hjá sér, — eða þang- að til John Trentham, sem hafði leitað hans um allt húsið, kom að honum sam- anhnipruðum á legubekknum hjá henni þar sem hún sat með rissbók á hnjánum- Eftir þetta hélt Twist jafnan til hjá henni, þegar húsbóndi hans fór að heiman án þess að taka hann með sér. John komst að raun um, að Sheela var einhver 8e^' þekkasta stúlka, sem hann hafði kynztí og ef hann hefði ekki verið jafn heillaðu1’ af glampanum frá Felicity og hann fyrir' fram var, þá hefði hann viðurkennt þa^’ að Sheela var einmitt sú tegund af stúlku, sem hann gat orðið hamingjusamur me^- Þau ræddu iðulega saman, þegar John kon1 með hvolpinn upp til hennar eftir fy1'11'" fram ákveðnu samkomulagi. Hann sat þa hjá henni stutta stund og reykti eina síg' arettu, áður en hann fór að heiman. Þau komust fljótt að raun um, að þaU áttu mörg sameiginleg áhugamál. — Sjálf' ur var John undrandi yfir því, hvað hann átti auðvelt með að tala við þessa ungu blaðakonu. Það var eins og hvað kæmi af öðru, ofur eðlilega. Sheela virtist 01'ka hvetjandi á framkomu hans og hugarflug með ferskleika sínum og óþvinguðu lát- bragði; og í hvert skipti sem þau hittust fann hann fyrir þeim létti sem fylgdi Því að ræða við mannlega veru, sem skild1 H E I M I L I S B L A Ð I Ð 8

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.