Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 25
^ veita tengdasyni sínum viðeigandi við- tökur,“ svaraði Curzon kuldalega. »Hann rýkur upp eins og púðurkerling, þegar hann fréttir, að hann sé orðinn tengdapabbi þjóðvegaræningja. Ég vildi "efa vinstra eyrað á mér til þess að sjá frá sýn. En hann er því miður ekki heima Sem stendur.“ »,Það var leiðinlegt. Ég hafði vonað að hitta hann. Hvert er hann farinn?“ spurði Curzon rólega. ,,Hann reið héðan í gærdag með nokkr- mönnum sínum,“ svaraði Barboza tu’einskilnislega. „Hefði hann verið hérna, frá hefði ég aldrei árætt að ráðast á óðals- setrið. Bærinn er vel varínn, þegar Amor 6r heima. En við mættum svo að segja 6ngri mótspyrnu, þegar við komum hérna 1 dag. Við fengum fregnir af því hjá ein- Urri af njósnurum okkar, að búist væri Vlð senoritu Amor í kvöld með póstvagn- mum. Svo bjuggum við út gildru við bæði hliðin. Það var ætlun okkar að taka ung- L'úna og hafa hana í haldi hjá okkur, þang- a^ til faðir hennar borgaði það sem við heimtuðum. Þú getur vel skilið, að við urð- Urri mjög undrandi við að sjá, að Ruy da Luz hafði orðið á undan okkur. Það voru ríikil vonbrigði fyrir okkur. >>Ég hef sjálfur verið önnum kafinn seinni hluta dagsins," sagði Curzon með ■ m3ög kæruleysislegri röddu. „Ég tók póst- Vagninn.“ »Og báðar ungu stúlkurnar?" spurði Larboza og lyfti augnabrúnunum tor- t^’yggnislega. „Senora da Luz lagði á stað með póst- Vagninum, hún vissi, að hann mundi verða stöðvaður,“ laug Curzon. Hann sá fram á, a® hann varð að gera sögu sína eins senni- 'ega og frekast var hægt, svo að toi*tryggn- m vaknaði ekki hjá Barboza. „Hún er hug- rÖkk kona, og hana langaði mjög mikið til að sjá, hvernig maður hennar leysti Svona verk af hendi.“ ^eimilisblaðið Skeggjaði þorparinn starði á Hermínu, og það var aðdáun í litlu, glansandi aug- unum hans. „Þetta er stórkostlegt,“ sagði hann hlæjandi. „Það er ættarblóðið! Þú ert afreksmaður, da Luz, og þú hefur fengið konu, sem er þér í alla staði samboðin. Hún er af rétta endanum — „Glöggskyggn heili og heitt hjarta,“ sagði Curzon og brosti. „Þú stöðvaðir póstvagninn — einsam- all?“ spurði Barboza. „Já — ég hef fjóra hermenn til vitnis um það,“ hljóðaði raupkennt svarið. „Og ökumaðurinn þarna — hver er hann eiginlega ?“ Curzon varð litið á Toomey. Múlrekinn hafði aftur tekið upp taumana og sat alveg hreyfingarlaus, bíðandi þess, hvaða rás viðburðirnir kynnu að taka. Blóðið hafði runnið niður aðra kinnina á honum, þar sem einn af þrjótunum hafði hæft hann, en það þurfti auðsjáanlega meira til að koma honum úr leiknum. Hann var reiðu- búinn að byrja á nýjan leik, ef nauðsyn krefði, en þangað til þar að kæmi, var hann svo hygginn að bíða rólegur og láta félaga sinn halda á spilunum. „Hann var með sem ökumaður í póst- vaginum,“ sagði Curzon kæruleysislega. „Nú er hann ökumaður fyrir da Luz.“ Hann lét augnaráð sitt reika yfir auða svæðið og virti fyrir sér lágar útbygging- arnar, sem voru í kringum það. Á aðra hönd var aðalbyggingin. „Ég hef aldrei komið hingað áður,“ sagði hann, „en ég hef heyrt sagt, að hér muni vera mikið um auðæfi.“ Barboza svaraði með því að yppta hin- um geysistóru öxlum sínum. „Það eru auðvitað silfurmunir og skrautgripir og þess konar dót,“ sagði hann. „En við fundum svo að segja ekkert af peningum. Fyrir mig og mína hundr- að hungruðu menn var þetta mjög léleg- ur fengur.“ Hann hallaði höfðinu lítið eitt 25

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.