Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 11
er hér með hundinn yðar, herra Trentham. Hann var að gera tilraun til sjálfsmorðs á götunni. Það var gott, að hann har hálsband með nafni og heimilisfangi ... S^ona nú, litli voffvoff, ég skal ekki hand- taka þig,“ sagði lögregluþjónninn lágt, ^seldi lítillega við hvolpinn og afhenti hann síðan John. >.Þetta var mjög elskulegt af yður,“ sa?ði John þakklátur. ,,Mér kom ekki til hugar, að hann hefði sloppið út. Má ekki “Jóða yður . . . “ Hann þagnaði, þegar hann Sa vingjarnlegt brosið hverfa af andliti ogregluþjónsins og einhvern svip koma í staðinn, sem ekki boðaði gott, um leið og lann hafði komið auga á gestina á legu- behknum. Svo var að sjá sem nærvera lögreglu- Wónsins hefði sömuleiðis haft áhrif á gest- 'óa. Það var eins og bægslagangur hins °boðna manns væri nú fyrir bí, og stúlk- ‘la lét sem minnst fyrir sér fara, eins og 1Un vildi geta gert sig ósýnilega. -Leyfist mér að spyrja, hvort þessi mað- Ul' og stúlkan séu vinafólk yðar, maður ^inn?" spurði lögregluþjónninn John. Síð- an sneri hann tali sínu að manninum: „Það ei orðið langt síðan ég annars sá yður, ' acnson. Þér munið þó væntanlega hve- u£er við sáumst síðast?“ ”Já — ég man það vissulega,“ gegndi ó^aðurinn hranalega. „Hg — ég er annars a.Vkominn hingað — til þess að sækja þessa s^ulku og fara með hana heim. — Taktu ^attinn þinn, góða mín, og við skulum °nia okkur héðan.“ »Já, ef herra Trentham hefur ekkert við Pau að athuga,“ sagði þá lögregluþjónninn, »Pá vil ég bæta því við, að því fyrr sem lb farið héðan, því betra.“ ”Já — fyrir alla muni,“ sagði John. >>Segið mér annars, Jackson," sagði lög- legiuþjónninn. „Hvað er að frétta af kon- 1111111 yðar? Er hún enn á sjúkrahúsinu?" »Ko-konunni minni? J-já,“ stamaði mað- IM ILISBLAÐIÐ urinn. „Komdu nú, góða!“ Hann tók undir handlegg stúlkunnar með gullna hárið og hraðaði sér með hana út úr íbúðinni. Þegar þau voru á brott, lét John fallast niður í hægindastól. „Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að þakka yður fyrir að hafa komið með litla hvolpinn minn. Ég vildi ekki missa hann fyrir nokkum mun . . . “ „Að sjálfsögðu ekki. Hann gerði yður meira að segja greiða með því að fá mig til að koma hingað á réttu augnabliki. Ég vil sízt af öllu vera afskiptasamur, en leyfið mér að gefa yður eitt ráð: Farið varlega í það að hafa of náið samband við ókunnuga. Það eru til ýmsar annarlegar leiðir fyrir fólk til þess að afla sér fjár, — til dæmis fjárkúgun og þess háttar. Nú verð ég að koma mér á brott.“ John var rauður og heitur í andliti, þeg- ar hann rétti lögregluþjóninum höndina og þrýsti hana þakksamlega. „Ég vona, að ég hafi lært eitthvað af þessu til að haga mér skynsamlega eftir- leiðis,“ sagði hann. „Þakka yður fyrir inn- litið.“ Hann fylgdi lögregluþjóninum til dyra, en þegar hann ætlaði að fara að láta dym- ar aftur á eftir manninum, heyrði hann fótatak í stiganum fyrir ofan. „Ó, eruð það þér, ungfrú Storm?“ „Ég hafði hugsað mér að sækja hann Twist litla; hélt kannski að þér vilduð losna við hann á meðan þér hefðuð gesti.“ „Það voru hjá mér gestir, en nú eru þeir farnir. Má ekki bjóða yður að líta inn?“ Hann lét hurðia að stöfum, eftir að stúlkan var komin inn fyrir. „Sheela — ég hef hagað mér eins og kjáni.“ „Já, ég veit það, John,“ svaraði hún og brosti. „En er það afstaðið?" John greip utan um hana fyrii*varalaust og hélt henni þétt að sér eins og hann ætl- aði aldrei að sleppa henni aftur. „Já, bað er afstaðið. Við Twist höfum báðir farið 11

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.