Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 19
^eiri bölvaður þrjóturinn! En samt sem aður kýs ég hann heldur en Corcuera. Mað- Ur verður líka leiður á því að sjá alltaf sömu andlitin," bætti hann við glaðlega. ,,Ég get heldur ekki látið mér detta annað 1 hug, en að hann verði glaður af því að sJá okkur. Er ekki til eitthvað, sem heitir stéttameðvitund hjá ræningjum?“ „Ekki í þessu tilfelli," svaraði Curzon. „Eftir því sem ég hef heyrt um Barboza, telur hann sig ekki til þessarar stéttar, hann gengur með ofmetnaðartilfinningar °& heldur, að hann sé stjórnmálamaður. ^étt eins og það væri eitthvað fínna! Og ^orcuera kapteinn hefur heitið honum pen- '^um og sakaruppgj öf, ef hann getur kló- fest okkur báða. Núna veiztu, hvernig í málunum liggur, Sam.“ Toomey blístraði lítið eitt, eins og hann shildi nú allt saman. Hann sat kyi’r stund- ai’korn, án þess að segja eitt einasta orð, heldur starði hann fjarhuga á eyrun á fremstu hestunum. „Nú,“ sagði hann svo loksins, „þetta eru Sleðilegar fréttir, eða hitt þó heldur. Þá veit ég nú almennilega ekki, hvort ég á heldur að kjósa. Við getum alveg eins búið Wl hengingarólina strax og framkvæmt henginguna sjálfir — þá verður það að milmsta kosti gert á þrifalegan og mann- hðlegan hátt.“ Curzon laut fram og hvíslaði í eyrað á ^élaga sínum. „Ég er nú einna helzt að hugsa um stúlkurnar,“ sagði hann. „Með- an við áttum aðeins í höggi við hermenn- IIla> gáu þær ekki orðið fyrir neinu illu, eu ef við lendum í illdeilum við Barboza °S illþýði hans, þá vil ég ógjarnan taka a I11ig' ábrygðina af þeim.“ „Þetta er alveg rétt hjá þér — þessar ahegu, ungu stúlkur gæti varla hent nokk- uð verra en að lenda í klónum á þessum Uaunga og hyski hans,“ sagði Toomey óró- e^a- „En hvað eigum við að gera?“ „Það er mjög einfalt. Við hleypum þeim H E I M I L I S B L A Ð I Ð bara úr heima hjá Herminu — á óðal- setri don Garza Amors,“ sagði Curzon. „Það hlýtur að vera hérna einhvers staðar í grenndinni. Ráðsmaðurinn þarna niður frá sagði, að það væru ekki nema þrjár mílur þangað, og að býlið hans teldist til óðalsins. Ef við ökum í suðvestur átt, hljót- um við að lenda þar.“ „Já, það er nú ef til vill bezta lausnin á málinu," sagði Toomey eftir að hafa velt þessu stundarkom fyrir sér. „Og ég get sagt þér það undir eins, að við megum ekki með nokkru móti láta sjá okkur í nám- unda við námurnar. Ég þekki fólkið þar, að það lætur ekki að sér hæða. Og jafnvei þótt okkur tækist — sem ég hef alls ekki neina trú á — að sleppa fram hjá þeim, þá ökum við beint inn í blindgötu. Við lendum inn á milli fjallanna á stað, þar sem enginn vegur er burt. Og þar geta þeir haldið okkur innilokuðum eins lengi og þá lystir, eða þangað til við drepumst úr hungri. Nei, þá verðum við heldur að reyna við Barboza. Þar höfum við að öllu athug- uðu meiri möguleika. Ef við getum kom- izt fram hjá honum, er leiðin okkur opin langt suður á bóginn, og þar er ekki nokk- ur lifandi manneskja, sem þekkir okkur né veit, hvað við höfum gert af okkur. Þar eru engar símalínur.“ „Jæja, þá segjum við, að við höldum fast við ákvörðunina. Undir eins og við höfum hleypt ungu stúlkunum út á óðals- setri Garza Amors, yfirgefum við póst- vagninn og höldum ferðinni áfram á hest- unum. Við höfum tvo hvor okkar, og þeir er utiltölulega ólúnir. Þeir geta þolað nokk- uð langa reið, og þeir vekja ekki á sér eins mikla athygli og þetta vagnskripli, sem við nú ökum í.“ Toomey velti tillögu Curzons fyrir sér stundarkorn enn. „Við getum þá alveg eins sleppt stúlk- unum úr hérna undir eins,“ sagði hann. „En þá eigum við á hættu, að þær hlaupi 19

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.