Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 21
Vai' ekki ruddur vegur, sem þau óku eftir, l®t hann hestana sjálfa finna beztu braut- lna, en hugsaði aðeins um að halda stefn- Unni. Nokkra stund héldu þau ferðinni afi'am með fremur hægum hraða gegnum myrkrið. Ekkert annað sást en stjörnu- bjartur himininn, og ekkert hljóð heyrðist !*erna ískrið í hjólunum, marrið í aktýgj- nnum og draugalegur hófadynur í gras- sverðinumu. Platneskjan, sem þau óku nú eftir, virt- lst ætla að halda áfram í það óendanlega, eri þegar þau höfðu ekið í klukkustund eða rúmlega það, voru þau allt í einu stödd a lágum hæðarhrygg, og fyrir framan þau Vav stór og mikill dalur. Smátt og smátt tókst þeim að greina daufa skugga hing- að og þangað, þar sem tré og runnar stóðu ^i'eifð í brekkunni. Þau óku yfir læk, sem rann milli tveggja lágra bakka, og allt í e'nu sáu þau skammt fram undan sér daufa, gult ljós í myrkrinu. Ný og ný Ijós basttust sífellt við. Það leit einna helzt ut fyrir, að þau væru að nálgast fremur ®tórt sveitaþorp, er lægi hringinn í kring- um hæð. ,,Þá erum við komin hingað!“ sagði Too- mey allt í einu. Curzon kinkaði kolli og leit til Herminu Skyldi hún hafa minnstu hugmynd um, hve nálægt hún var heimkynni sínu. Óðal don Garza Amors var eitt of fræg- Ustu gömlu, spönsku landssetrunum í rík- 1Qu og gekk almennt undir nafninu „Hin tuttugu og fjögur næturtré", en það benti til hinna tuttugu og fjögra blómrauðu tvjáa, sem mynduðu litlu trjágöngin, sem ^gu upp að hliðinu fyrir framan aðal- ti.ygginguna. Munnmælin sögðu, að einn fyrstu óðalseigendunum í Amors-ætt- uini hefði fyrir meira en hundrað árum Slðan boðið tuttugu og fjórum óvinum sín- um til kvöldveizlu og myrt þá alla tutugu llm til kvöldveizlu, sem að veizlu lokinni tiefðu látist. heimilisbiaðtð Hvort sagan er sönn eða ekki, er erfitt að fá úr skorið, en að minnsta kosti er það satt, að Amorsættin — kynslóð eftir kynslóð — hafði stjórnað hér og ríkt með svo að segja takmarkalausu valdi yfir þeim rúmlega þúsund leiguliðum, sem fæddust, lifðu og dóu á þessum stað. Á þeim tímum, þegar Tndíánarnir voru enn við lýði, hafði Amorsfjölskyldan látið reisa hátt trjávirki úr sterku timbri allt í kringum bústaði sína. Seinni kynslóðirn- ar höfðu — áreiðanlega af góðum og gild- um ástæðum —. haldið þessu trjávirki vel við. Gamla aðalbyggingin hafði þykka grjótveggi og var í raun og veru lítið vígi, sem Garza Amor, — ef honum bauð svo við að horfa — gat haldið inn í og verið öruggur í gagnvart hverjum þeim óvini, sem ógnaði honum. Það leit út fyrir, að Toomey væri kunn- ur hérna. Þegar þau nálguðuust óðalssetr- ið, snarbeygði hann allt í einu og tók stór- an krók, svo að þau óku ekki gegnum trjá- göngin, heldur upp að bakhlið hússins. Þau voru nú komin á fremur greiðfæran veg og óku upp að hinum skuggalegu út- byggingum, þegar Herminía vaknaði allt í einu með kuldahrolli og tók að líta í kringum sig. Hún kipptist við, þegar hún sá, hvar þau voru stödd. Hún virtist ætla að segja eitthvað við Jay, en hætti við það og þagði. „Þekkirðu þetta hérna?“ spurði Carzon hana. „Þetta er heimkynni þitt.“ Unga stúlkan hreyfði sig órólega við hliðina á honum, og hann veitti því eftir- tekt, að hún leit með spyrjandi augna- ráði á hann. „Hvað eigum við að gera hingað?“ spurði hún óttaslegin. Curzon hafði látið sér detta í hug eitt augnablik, að réttast væri að kynna sig fyrir Garza Amor, skýra honum frá hin- um hræðilega inisskilningi, sem hafði neytt hann til að leika þjóðvegaræningjann, og 21 i

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.