Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 7
Twist valdi Sheelu SMÁSAGA EFTIR ESTELLE GLIFFE Hvolpurinn litli hristist af kulda úti i gh'gga lítillar og óþrifalegrar dýraverzl- Unar. Hann var með svartan blett um ann- að augað, og það gerði útlit hans næsta hjákátlegt; annars var hann aumkunar- 'ega magur og illt til reika. Hann leit svo eyrndarlega út og virtist svo svangur, að þetta gekk John Trenham hjarta nær. Higinlega hefur mig alltaf langað til að eignast hund, sagði hann við sjálfan sig, gekk inn í verzlunina og keypti dýrið. Hann stakk honum innundir yfirfrakk- ann sinn og bar hann þannig heim, og þeg- ai' hann hafði séð vesalings skepnuna torga fullri skál af hundamat, var hann í eng- Uln vafa um það, hvað hann ætti að kalla hann: Oliver Twist! Það var stytt niður 1 Twist. Einmitt um sama leyti og John eignað- |st hvolpinn, gerðist það, að hann kynnt- Jst Pelicity. Kvöld nokkurt varð honum geilgið út í dansskemmtistað í nágrenninu; ekki vegna þess að hann sækti þangað skemmtun yfirleitt, lieldur vegna þess að hann þurfti að hitta þar kunningja sinn. ' Har sem hann nú stóð þarna í forsaln- Ulll» sá hann hvar ung stúlka var nærri búin að reka tána í og detta fram yfir sig, 0g það hefði hún reyndar gert, ef John aefði ekki verið á réttum stað til að verja Uana falli. Andartak hélt hann henni í faugi sér, og það andartak nægði til þess, að sólgullið hár hennar, grannvaxinn lík- artlinn og ilmurinn sem af henni lagði — Petta hafði áhrif á hann eins og sterkasta vín. ”Ö, þakka yður fyrir!“ sagði hún veikri löddu þar sem haiiaðist að honum and- H E I M I L I S B L A Ð I Ð artaksstund. „Viljið þér ekki vera svo vænn að leiða mig til sætis . . .“ John leiddi hana af stakri nærgætni að næsta stól, og áður en hann vissi var hann sjálfur setztur og farinn að ræða við hana, rétt eins og þau væru gamlir kunningjar. Aldrei fyrr hafði hann hitt jafn heillandi kvenmann. Hún virtist svo ung og sak- laus! Hann var sem heillaður. Hvernig gat hann vitað það, að gullin- lokkarnir voru listaverk handiðnaðar- manns; að ungdómsleg áferð hörundsins var fyrirbæri, sem hægt var að fá keypt í krukkum; og hvemig átti hann að geta ímyndað sér það, að dáindisfagri sakleys- issvipurinn var settur upp um leið og farið var í nýjan kjól? Felicity Abbott trúði hinum trúgjarna áheyranda sínum fyrir sorgarsögu lífs síns. Foreldrar hennar voru látnir og höfðu ekki eftirlátið henni nema mjög knappa fjármuni. Hún hafði farið til London, og þar sem hún hafði alltaf átt auðvelt með að dansa, hafði hún fengið atvinnu sem „frammistöðustúlka“ í danssalnum þeim arna. „Það var ekki auðvelt spor að taka svona niður fyrir mig,“ sagði hún og leit á hann sínum stóru augum. „En eins og þér getið skilið, þá varð ég einhvernveg- inn að lifa.“ Hann gat skilið það. „Vesaligs stúlka þér hafið sýnt sann- kallað hugrekki!“ sagði hann. „Ó — þama kemur kunningi minn. Hann getur annars kynnt okkur formlega og sagt yður hver ég er. —Harry, viltu vera svo vænn að kynna mig fyrir þessari ungu stúlku." „Með ánægju,“ svaraði kunningi hans. 7

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.