Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 32
Allt í einu féll á hana risastór skuggi. Hún leit upp ofsahrædd og hjarta hennar tók stóran kipp. Hvaða hryllilega skepna var á ferðinni? Nei — þetta var Trúfastur, hundurinn hennar Ritu, beztu vikonu hennar og leik - félaga. Hún þekkti hann mætavel. Æ, bara að hann kæmi nú ekki nær og træði á henni með stóru löppunum sínum! Trú- fastur var nú reyndar bezta dýi', hún hafði oft leikið sér við hann; hann hafði gaman af flestu og var tryggðin holdi klædd ... já, bara að hún gæti nú sagt eitthvað En æ, nú steig hann ofan á höndina á henni. ó, hvað það var sárt. Það var ann- ars ljótur og vondur hundur sem ekki gat gengið framhjá án þess að troða ofan á hana — hann sem gat þó gengið frjáls um og þurfti ekki að stíga ofan á annað en honum sjálfum sýndist .. . „Hún hefur gott af þessu,“ hvísluðu blómin lágt. „Sjálf hefur hún stigið ofan á okkur. Vonda, vonda stelpan ...“ Æ, héðan í frá ætlaði hún að muna það að gæta þess að gera ekki blómum neitt illt. Að hugsa sér, að þetta skyldi geta ver- ið svona sárt! Trúfastur var horfinn, en nú sá Elna hvar Rita kom. Það leið reynd- ar góð stund áður en hún gat áttað sig á því, að þetta risavaxna ferlíki var Rita. En hvað var nú þetta: Rita gekk um og tróð á öllum blómunum. Elna heyrði greini- lega hvað þau stundu og æptu. Og svo sá hún hvar Rita sleit upp blóm og reif af þeim krónublöðin . .. „Leyfðu okkur að vera í friði, gerðu það,“ heyrði hún blómin kalla í bænarrómi, en Rita hélt áfram að slíta þau sundur. Svo kom hún nær. ,Já, reyndu bara að koma hingað,“ hróp- aði Elna, en enginn heyrði til hennar nema blómin og grösin. Rita var komin alveg að henni. „Nei, en hvað þetta er fallegt blóm!“ sagði Rita við sjálfa sig. Elna skalf. ó, bara að Rita vildi nú fara hjá. En nei, hún stóð þarna kyrr. „Láttu mig í friði, gerðu það!“ hrópaði Elna í bænarrómi, en það varð aðeins að ofur lágu hvísli. „Þarna geturðu séð, stelpan slærn. sögðu blómin umhverfis. „Nú ertu sjált orðin hrædd. Þú ættir það svo sannarleg? skilið að verða slitin upp . . . !“ Og í sömu andrá beygði Rita sig niðui og stórir fingur hennar luktust um höfuð Elnu. Þetta var sárt, svo skelfilega sárt. að henni fannst hún vera að kafna, Huu streittist á móti, opnaði munninn og æph af öllum lífs og sálarkröftum'. „Hvað er þetta, barn? Hvað gengur uð þér?“ Þetta var rödd mömmu, — elsku, yndis- legu mömmu! En hvað Elnu létti. „Mamma, hún Rita ætlar að slíta af méi höfuðið, hún .. . “ Hvað var nú þetta? Elna leit undrandi í kringum sig. Þar var engin Rita. Hún sat sjálf þarna í grasinu og var alls ekki neitt blóm lengur. „Þú hefur víst sofnað, væna mín,“ sagð1 mamma hennar. „Segðu mér nú hvað þté dreymdi, ha?“ Þá sagði Elna henni allt af létta, °g mamma hennar hlustaði á hana með at- hygli. „Mamma,“ lauk Elna máli sínu. ætla aldrei framar að slíta krónumar al blómunum. Nú veit ég, hvað það er ljótt — og að það er skelfilega sárt.“ Umhverfis kinkuðu blómin kollum síB' um í sólskininu. Elnu fannst næstum ^ hún gæti heyrt þau hvísla til hennar: „Goti er nú það, Elna mín — og þá ert þú held- ur ekki lengur nein vond stelpa!“ 32 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.