Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 24
„Hvar hefur þú fiskað þessar stúlkur?" spurði hann. „Önnur þeirra er eiginkona mín,“ svar- aði Curzon. „Hvor þeirra? Þessi ókunna stúlka?“ „Nei, hin.“ Barboza rak upp tortryggnishlátur. „da Luz er fyndinn,“ sagði hann svo. „Við vorum gefin saman í hjónaband af prestinum niðri í þorpinu í gærkvöldi,“ sagði Curzon og beygði höfuðið, svo að enginn gat séð, að hann hreyfði varirnar. „Neitaðu því ekki,“ hvíslaði hann að Her- miníu. „Það er um líf þitt að tefla.“ „Nú jæja —!“ Barboza hélt blysinu upp að stúlkunni og athugaði hana gaumgæfi- lega með sínum litlu, áleitnu augum. „Eg hef séð hana áður. Ég veit hver hún er. Það er senorita Amor.“ „Nú er hún senora da Luz.“ Eðlishvöt Curzons sagði honum, að ein- asta leiðin væri að taka kringumstæðum- ar hörðum tökum, - og koma fram við Bar- boza með ákveðni og myndugleika. Hon- um var einnig ljóst, að hann gæti einungis bjargað ungu stúlkunuum með því að halda fram rétti sínum til að vernda þær. Jafn- vel samvizkulaus glæpamaður eins og Bar- boza mundi þó ef til vill virða eiginkonu félaga síns. „Hvað viðvíkur hinni stúlkunni,“ sagði Curzon, sem nú einbeitti öllum gáfum sín- um, „þá er hún fangi minn. Ættmenn hennar neyðast til að senda mér fimmtán þúsund pesos, ef þá langar til að sjá hana aftur.“ Hann brosti ruddalega í birtunni af blysinu. „Meira þarf víst ekki að tala um það mál,“ bætti hann við. „Milli félaga — ekki satt?“ Barboza lyfti hinum þunglamalegu augnabrúnum sínum, meðan hann virti ungu, bandarísku stúlkuna fyrir sér. „Hún er falleg,“ sagði hann eftir nokk- urra augnablika eftirvæntingarríka þögn. „Mjög falleg. Það er allt of lítið að krefj- ast ekki meira fyrir hana.“ „Þá mun ég fylgja yðar heilræði og heimta hærri upphæð. Ég krefst tuttugu þúsund pesos.“ Gurson steig með fæti sm- um á hjólið og stökk niður úr vagninum- „Við höfðum hugsað okkur að líta við hérna — Herbína og ég — og taka á móti blessun don Amors,“ sagði hann með glað- legri röddu. Studarkorn horfðust þessir tveir menn í augu. Curzon var rúmlega meðalmaðui á hæð, en engu að síður gnæfði Barboza töluvert yfir hann. Mennirnir með blysm höfðu fjarlægt sig þá dálítið, og þessh' tveir alþekktu ræningjar stóðu tveir einii' í birtunni. Stóri, skeggjaði þorparinn horfði á hinn með rannsakandi augnaráði og rak svo upp háan og dimman hlátui'- „Orðstír þinn hefur flogið um allt land- ið, da Luz!“ hrópaði hann upp. „Mig hefm' lengi langað til að hitta þig. Það gleður mig stórkostlega að geta heilsað Þer' Komdu hérna, gamli vinur, og lofaðu mei að faðma þi gað mér!“ Áður en Curzon hafði hinn minsta grun um, hvað hinn hefði í hyggju, fann hann gróft skeggið á Barboza við kinnina á sen og sjálfan sig gripinn í armtök, sem virt- ust ætla að mylja í honum hvert bein. Eins virðulega og honum frekast var unnt og án þess að gefa viðbjóð sinn allt of greini- lega í ljós, losaði Curzon sig og gekk aft- ur á bak. Honum var innan brjósts eins og hefði hann verið faðmaður af yfirgefn- um og ekki allt of hreinlegum birni. Hlátur Barboza var enn ekki dáinn út- „Nú, þú ætlar að heilsa upp á gamla Garza Amor og segja: Góðan daginm tengdapabbi, komdu hérna og kysstu tengdason þinn! Þetta er stórfínt! Ég verð að segja, Ruy da Luz, að þú ert hugrakk- ur maður og smellinn náungi.“ „Það væri hyggilegast fyrir Garza Amor 24 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.