Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 23
hvað blikaði í loftinu, það heyrðist þungt hlJóð eins og af höggi, og taumarnir duttu Ur höndunum á múlrekanum. Eitt augna- hlik riðaði hann, eins og hann mundi detta fvam yfir sig, en hann gat haldið jafn- v®ginu og rétti sig aftur upp með blóðið rennandi niður kinnina og hökuna. Curzon hafði gripið til riddarabyssu S1nnar, en hann stillti sig með skynsam- legri varkárni á úrslitaaugnablikinu. Hann bafði heyrt hið angistarfulla hróp Herm- l!1íu, og þegar hann varð þess var, að hún hiúfraði sig óttaslegin upp að honum, skildist honum, að þetta voru ekki menn Ul' liði föður hennar. Skyndilegur grunur Sagði honum, að ef hann hleypti af einu einasta skoti, yrði honum svarað með skot- hl’íð, sem mundi gereyðileggja vagninn og alla, sem í honum voru. Meðan Curzon beið í hjálparvana óvissu, var blys rekið svo að segja framan í hann, °g hann sá hóp af mönnum, sem allir störðu á hann. Svo fylgdi þögn, sem þrung- 111 var eftirvæntingu, þar næst hrópaði eiun mannanna alveg óvænt: „Heilaga &uðsmóðir — da Luz!“ >,Hvað er þetta?“ spurði ein röddin, sem Mjómaði eins og þruma í myrkrinu. Helj- avstór risi nálgaðist og ýtti hinum frá sér hl1 hægri og vinstri. Hann þreif blys eins uáungans og veifaði því hátt, og neistarnir 1>uku umhverfis hann. 1 birtunni af blys- luu athugaði hann þá, sem nýkomnir voru. „Hvert í heitasta!" hrópaði hann. „Ruy ha Luz í eigin persónu! Og litla Amor líka! Sagrado sangre!“ Curzon stóð á fætur í vagninum. Hann stóð með riddarabyssuna í höndinni og Vonaði, að aðrir héldu hann vera jafn víg- veifan og ótrauðan og hann leit út fyrir ah vera. „Þér þekkið mig!“ sagði han í kæruleys- lslegum og rólegum tón. ..Ég get ekki sagt hað sama um yður. Hverjir eruð þér?“ „Ha?“ Langi sláninn lét sem hann væri ^EIMILISBLAÐIÐ móðgaður. „Þekkir þú mig ekki?“ Og hann reigði höfuðið aftur á bak og ræskti sig með miklu sálfsáliti. ,,Ég er Barboza," sagði hann. Curzon var innanbrjósts eins og hann hefði fengið fulla vatnsfötu yfir sig. Enda starði hann mállaus inn í hin köldu, litlu augu aðkomumannsins, sem horfði á móti án þess að depla þeim. Af sögunum, sem hann hafði heyrt af Barboza, hafði hann hugsað sér hann sem hræðilega gorillu, en nú sá hann, að raunveruleikinn tók langt fram fyrri hugmyndum hans. Svona ógur- legan hafði hann ekki hugsað sér þenna voðalega þorpara. Maðurinn var svo stór, að hann gat starað beint í augun á þeim, sem sátu í vagninum, án þess að líta upp á við. Hann var svo sterklega vaxinn, að manni gat dottið í hug, að hann lyfti vagninum og sneri honum við, án þess að annar kæmi nálægt. En samt var eins og allur mátt- urinn væri í efri hluta líkamans, í háls- inum, sem var hreinn nautssvíri, og þess- um löngu handleggjum, en aftur á móti voru fæturnir hjólbeinóttir og allt of grannir saman borið við efri hlutann. Manni fannst æstum ótrúlegt, að þeir gætu borið alla þyngd líkamans. Hann var í rauðri silkiskyrtu, háum stígvélum, nær- skornum reiðbuxum. Og á hinum hrika- lega haus hafði hann hvítan, silkimjúkan hatt, sem áreiðanlega var tvöfalt stærri en stóri hatturinn, sem Ruy da Luz var með. Sá geysistóri og hræðilegi svipur, sem var yfir manninum, fullkomnaðist af miklu skeggi, sem huldi næstum allt andlitið. Það var heil flatneskja af kolsvörtu hári, sem breiddist alveg frá augum niður á höku og vafðist allt upp á við. Þegar augnaráðið beindist frá Curzon að ungu stúlkunum tveimur, sem voru í vagninum, opnaðist munnur hans hægt og hægt, og í Ijós komu nokkrar tennur — ef til vill áttu þessir drættir að vera bros. 23 i

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.