Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 6
sézt ná að fljúga 2400 km leið á 7 klukku- tímum. Sagt er að skordýrið broddflugan nái mestum hraða allra dýra. Samkvæmt stað- hæfingu fjölmargra dýrafræðinga, hreyfir þetta 31/2 cm langa skordýr sig með 1280 km hraða á klukkustund — en taka verð- ur þá tölu með allmiklum fyrirvara, því af sjálfu leiðir, að illmögulegt er að ná henni nákvæmt. Dýr, sem ferðast á landi, ná að vísu ekki hraða fljúgandi fugla eða vængjaðra skor- dýra. Samt er hraði þeirra mjög athyglis- verður, ekki hvað sízt hraði sumra spen- dýra. Gazella getur t. d. hlaupið hraðar en villigæs getur flogið. Dr. Wood, sem áður var nefndur, hefur t. d. komið villt- um kanínum upp í 35—40 km hraða á klukkustund, er hann elti þær í bíl sín- um, og ýmsar hundategundir náðu 30 km hraða á klst., en auðsjáanlega nær refur- inn öllu meiri hraða, því að venjulega er hann fótfráastur við allar refaveiðar — allavega fyrsta kílómetrann. Veðhlaupa- hundar geta hlaupið allt að hálfum km með 58 km hraða á klst., og það jafnvel á hlaupabraut þar sem þeir þurfa að taka beygjur fjórum sinnum; á beinum braut- um geta þeir komizt upp í mun meiri hraða. Veðhlaupahestar hafa oft hlaupið enska mílu á 1 mínútu og 32% úr sek. — en það svarar til rúmlega 62 km á klukkustund. Hraðamet krónhjartarins er um það bil þetta sama. Hraðari en gazellan og antílópan er veiði- hlébraðinn, chetan eða gepardinn. „Á styttri vegalengdum, upp að % km, er veiðihlébarðinn hraðskreiðasta ferfætta dýrið og hleypur uppi fótfráustu antilóp- ur“, skrifaði hinn kunni veiðimaður Theo- dore Roosevelt á sinni tíð. 1 vatni og sjó, þar sem mótstaðan gegn hreyfingu er mun meiri en í andrúmsloft- inu, minkar hraðinn stórum. Dýrafræðing- urinn Emerson Stringham hefur ákvarð- að hraða geddunnar 14 km á klukkustund og laxins 17—18 km; aðrir dýrafræðing- ar eru þó þeirra skoðunar, að laxinn get' á stuttum vegalengdum komizt upp í a^ að 27 km. Hvalur getur synt 15 ensk f^ á sekúndu, þ. e. a .s. 16% kna á klukku- stund. Ferðamenn hafa oft séð marsvín synda meðfram skipum á mikilli ferð; Þeir geta fylgzt með á allt að 20 km hraða. E11 bæði fiskar og spendýr geta, rétt eins og fuglarnir, aukið hraða sinn til mikiHa muna, þegar eitthvað liggur við. í samjöfnuði við fiskana í sjónum og ferfætlingana á þurru landi, hlýtur mann- veran að teljast ærið hæggeng. Þegar Ger- trude Ederle synti yfir Ermarsund var hun 14 klst. og 34 mínútur að synda þá 48 kíló' metra — það er uekki nema 3% km a klukkustund. Bandaríkjamaðurinn Petel Ficks átti eitt sinn heimsmet í 100 111 skriðsundi á 56,4 sek, en það svarar til 6,4 km á klst. Á stuttri vegalengd getur maðurin11 hlaupið með 30 km hraða á klst. — Jesse Owens hljóp 200 metrana á meðaltalshrað- anum 35,4 km á klst. En sé um leng11 vegalengdir að ræða, verður meðaltalS' harðinn miklu minni: Nurmi hinn finnsk1 setti á sínum tíma klukkustundarmetió 19,210 km. En þar á móti kemur, að eng' inn fugl, enginn fiskur eða annað spendý1 en maðurinn getur komizt upp í Þal)n hraða sem hann nær með tæknilegri tU' hjálp. Þar slær hann öllum við. 6 H E I M I L I S B L A Ð 1 P

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.