Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 27
Járnstigi með undnu handriði. Þessi stigi ^ upp á næstu hæð. Beru, hvítu veg’gimir °S hvíta loftið gáfu húsinu svip, eins og ekki væri enn fulllokið við það. En þó var Sei‘kennilegur og virðulegur svipur yfir ^essu öllu. Húsgögnin voru mjög sundurleit. Þar v°i'u margir dýrmætir munir, en mest af þeitti lá á rúi og stúi. Menn Barboza höfðu rannsakað allt. Þeir höfðu dregið út skúff- Ur og brotið upp kistur, þegar þeir með akafa höfðu verið að leita að peningum °k öðrum verðmætum. Það sem þeir höfðu ekki haft not fyrir, höfðu þeir fleygt frá Ser, hvar svo sem þeir voru staddir. Undir stóra borðinu, sem þrír olíulamp- ar stóðu á, tók Curzon eftir ógeðslegum °k rauðum bletti á gólfinu. Hann spark- aði teppi yfir hann, til þess að Hermína skyldi ekki koma auga á blóðið. Hann var- aðist að líta á Barboza — ef til vill gæti ríeninginn lesið spurninguna, sem hann kraut nú heilann um, og svarað henni. Eann kærði sig ekkert um að heyra nán- ai’i lýsingu á því, sem gerzt hafði þarna Seinni hluta dagsins. Svartskeggjaði ræninginn hafði fylgt kestunum inn í húsið með svip, eins og kann væri hinn gestrisni eigandi þess. Óð- alið var líka hans eign — að minnsta kosti ketta kvöld. Hann var sá, sem hélt veizl- Una — 0g hann borgaði hana með gróð- anum af ránsfeng sínum. í sinni draum- °rakenndu tilgerðarsemi óskaði hann þess einmitt, að da Luz skyldi sjá hann koma U’am sem voldugan aðalsmann. Allt skyldi Vei’a með tignum blæ — ekkert svall, eng- *n óregla — ef hann þá gæti haldið fylgi- Hskum sínum í skefjum. Undir því yfirskyni að vilja þvo af sér ^erðarykið báðu ungu stúlkurnar um leyfi Hi að fara upp á loft til herbergis Hermínu °& bíða þar, þangað til veizlan væri tilbúin. Toomey hafði fengið bindi um höfuðið og bélt sig úti til að taka af hestunum. Bar- ^eimilisblaðið boza og Curzon urðu einir eftir í anddyr- inu. Svartskeggjaði þrjóturinn velti mjög mikið fyrir sér, hvernig veizlunni skyldi hagað. Mestan hluta ævi sinnar hafði hann dvalið á hestbaki og lifað mjög frumstæðu lífi undir berum himni. Núna var hann glaður eins og barn af tilhugsuninni að stofna til svona mikillar dýrindisveizlu. 1 fyrsta skipti á ævi sinni átti hann að sitja til borðs eins og höfðingi á tignu heimli. Hann talaði um víð og dreif um fyrirkomu- lagið við áheyranda sinn. ,,Ég hef sent mann eftir kalkúnhænum,“ sagði hann. „Það á að slátra þeim með því að hella koníaki í þær, eins og gömlu Indíánarnir kenndu okkur. Hefurðu nokk- urntíma bragðað á kalkúnhænu, sem slátr- að hefur verið á þann hátt?“ Curzon svaraði, að þessa aðferð hefði hann aldrei heyrt talað um. „Slíkur dauði í gleði gefur þeim dásam- legt bragð,“ sagði Barboza og smjattaði af tilhugsuninni um þau gæði, sem hann átti í vændum. „Komdu með, þá skulum við velja þær feitustu. Eg ætla sjálfur að hella koníakinu niður í þær, þangað til ekki kemst meira í þær, þ áreika þær í kring, drukknar og vitlausar, detta síðan um koll og drepast.“ „Mér hefur ekki komið dúr á auga síð- asta sólarhringinn," sagði Carzon. „Ef yð- ur er það ekki neitt á móti skapi, langar mig til að sofa lítið eitt áður en veizlan byrjar.“ Barboza kinkaði kolli utan við sig. Hann var niðursokkinn í að hugsa upp önnur kyndug nýmæli. „Farðu þá bara upp og legðu þig,“ sagði hann og bandaði Curzon frá sér með höndinni. Curzon gekk upp járnstigann á næstu hæð fyrir ofan og eftir löngum, illa lýst- um gangi. Hann barði á allar hurðir, sem hann gekk fram hjá — á báðar hendur. Þegar hann í sjötta eða sjöunda skiptið 27

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.