Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 22
biðja um aðstoð hans. En hvort sem hann hafði hætt við þessa ráðagerð eða ekki, þá svaraði hann háðslega : „Þegar maður kemur heim úr brúð- kaupsför sinni, er venja að heimsækja fjöl- skylduna. Er það ekki líka venja í þessu landi?“ Herminía rak upp lágt hljóð og reyndi að segja eitthvað, en það varð aðeins að óskiljanlegu muldri. „Eftir skamma stund hittum við föður þinn,“ sagði Curzon og hló lágt. „Þá get- ur þú kynnt manninn þinn fyrir honum á viðeigandi hátt.“ „Þér eruð ekki maðurinn minn,“ sagði hún með rámri röddu. „Ha — er ég það ekki? Hvað segið þér um það, Jay?“ spurði hann og sneri sér að ungu bandarísku stúlkunni. „Er ég ekki löglega giftur Herminíu Amor?“ „Mér er sannarlega afar mikið á móti skapi, að tala um aðra eins fásinnu," sagði Jay Coulter með röddu sem í raun og veru var ósegjanlega þreytuleg. Þau nálguðust nú svarta hliðarhvelf- ingu, sem myndaði eins og stórt gin fyrir framan þau. Hvað við tók fyrir innan þetta gin, var ómöguleg að sjá. Þótt und- arlegt megi virðast, hafði enn þá enginn kallað í þau, ekki einu sinni hundur hafði komið geltandi á móti þeim. Toomey sat í ökumannssætinu og hallaði sér fram. Hann horfði tortryggnislega fram fyrir sig. Hann komst auðsjáanlega að þeirri nið- urstöðu, að engin ástæða væri til að vera hræddur. Hann lét hestana halda áfram, og augnabliki síðar fór vagninn gegnum hliðarhvelfinguna, sem bergmálaði drauga- lega. Þau komu inn á autt svæði, þar sem nokkur hús, sennilega peningshús, voru svo að segja ósýnileg í myrkrinu. Allt var grafþögult. Nú voru þau komin inn á víg- girta svæðið, og ennþá hafði enginn gert tilraun til að stöðva þau. Það var eitthvað óheillavænlegt við þessa grafarþögn og þessa fullkomnu kyrrð. Toomey, sem fyrir skömmu síðan hafði álitið, að hér biði þeirra friður, eu engin hætta, varð allt í einu á annarri skoðun og togaði í taumana af öllu afli- „Mér geðjast alls ekki að þessu héma —‘ byrjaði hann, en hætti snögglega. Döful- legur hávaði tófst. Tryllingsleg rödd rauf þögnina: Muerte! Tuttugu aðrar raddir tóku undir þetta sama hróp. Blys birtust allt í einu í myrkr- inu, og menn komu þjótandi úr öllum átt- um og umkringdu vagninn. Ókunnar hend- ur gripu eftir beizlunum á hestunum, sem prjónuðu í ákafa af hræðslu. Vagninn rykktist til, svo hann valt til og staðnæmd- ist svo að lokum. Að baki þeim heyrðist ískurhljóð í þungum keðjum, og hið stóra hlið lokaðist með dynjandi braki. XIII. Félagar í ræningja-iðninni. Enginn tími var til að búast til varnar, enda hefði það líka verið hreinasta heimska að reyna eitthvað í þá átt. ÖH mótspyi-na var vonlaus. Út um dyr, sem allt í einu voru opnaðar allt í kring, komu ný blys í Ijós, blikandi gegnum reyk og myrkur. Allt í kring úði og grúði af ógeðs- legum karlmannatrýnum, hvert öðru skálkslegra, en öll gulleit í blaktandi birtu blysanna. Nokkrir af mönnunum höfðu gripið í fremstu tvo hestana og toguðu í beizlin á prjónandi skepnunum, til þess að fá þær til að standa rólegar á jörðunni- Það small í keyri Toomeys, og hinir ótta- slegnu hestar reyndu að slíta sig lausa og hlaupa áfram. Tveir eða þrír af mönnun- um fyrir framan þá duttu endilangir, en nýir menn komu strax í þeirra stað og grípu í taumana. „Upp með hendurnar!“ öskraði allt í einu rödd fast við hliðina á vagninum. Eitt- 22 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.