Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 20
skjóðunni við Corcuera og segi honum, hvar okkar sé að leita. Það er ef til vill ekki svo heppilegt. Nei, það bezta verð- ur víst eftir allt saman, að við höfum þær hjá okkur, þangað til við komum til óðals- setursins. Þegar við erum lausir við þær, getum við farið að hugsa um, hvernig við eigum að leika á Barboza. Það er víst ekki verra en svo, að við getum laumazt fram hjá honum og hyski hans.“ ,,Já, það getur meira en verið, að við verðum alls ekkert varir við hann,“ sagði Curzon með vongóðri röddu. „Að minnsta kosti þýðir ekkert að tala meira um þetta,“ sagði Toomey og sló með keyi’i sínu í hestana. „Þetta er einasta leið- in fyrir okkur, og ef okkur á annað borð tekst að komast upp í fjöllin á þeim slóð- um, þá gæti fjandinn sjálfur ekki fundið okkur, þótt hann hefði með sér lugtina sína. Gjárnar mynda þar heilt skurðakerfi. Við gætum aldrei fundið betri felustað.“ Næsta hálftímann óku þeir eftir rudda veginum upp hæðina, en þegar myrkrið var skollið á og stjörnurnar tóku að glitra, beygði Toomey allt í einu í suðlægari átt og lét hestana þeysa yfir slétt landslagið. Ungu stúlkurnar þekktu áttimar ef til vill svo vel, að þær gat rennt grun í, að þær voru að nálgast föðurheimkynni Her- minu, en hvorug þeirra mælti orð frá vör- um, og Curzon, sem vildi halda fyrirætl- unum sínum með þær leyndum fyrir þeim, gaf þeim engar upplýsingar um, hvar þau væru stödd, og hvert þau væru að fara. Apache svaf vært í kjöltu Hermin u, og skömmu seinna tók Hermina sjálf að dotta, vaggandi fram og aftur með rugg- andi hreyfingum vagnsins. Jay Coulter sat aftur á móti teinrétt í sæti sínu og starði árvökur út í myrkrið. 1 hvert skipti, sem Curzon leit á hana, sá hann blik stjömuhiminsins í fallegu augunum hennar, og hann gat greinilega séð hliðarmyndina af andliti hennar, sem kom skýrt fram á hinu myrkva baksviði. Hann gat séð, að hún var glaðvakandi og fylgdist með öllu með ái’vakri athygh. Þetta var dásamlega fagurt kvöld, eins og' skapað til hvíslandi trúnaðarsamtals, milh tveggja elskenda. Curzon brosti beizklega. Iíann hafði næstum óstjórnlega löngun til að taka með höndinni utan um mittið a þessari töfrandi fögru ungu stúlku og trúa henni fyrir því, hve mikið — hve óendan- lega mikið hann tilbæði hana. En hann sá í anda óttann — fyrirlitninguna og gremjuna, sem mundi gagntaka hana, ef hann reyndi að nálgast hana. Jafnvel þótt hún væri svona nálægt honum, var hún honum samt fjarlægari, en þótt hundrað mílur hefðu skilið þau að. Óbrúandi fjm'- lægð, hugsaði hann. Hann vissi, að þnð hafði ekki verið neitt glens af hennar hálfn þegar hún sagði, að hún gæti vel hugsað sér að vinna til þóknunarinnar fyrir nð handsama Ruy da Luz. Hann vissi, að hún mundi ekki hika eitt einasta augnablik við að svíkja hann í tryggðum Hafði hún ekki einu sinni áður svikið hann í tryggðum — þegar hún hljápaði Herminu til framkvæma þessa ódrengilegu ráðagerð kvöldið áður! Hún var jafn grirnm og hún var fögur. Curzon andvarpaði. Pósthestarnir voru auðsjáanlega farn- ir að þreytast. Þetta hafði líka verið mikill erfiðisdagur fyrir þá. Til allrar hamingj11 var næsti ákvörðunarstaður ekki svo langt burtu, að það gæti hugsazt, að þeir mundu gefast upp, og hvað viðvék reiðtýgjuðu hestunum fyrir aftan vagninn, þá brokk- uðu þeir mjög svo fjörlega. Þeir voru síð- asta von flóttamannanna, og ef þeir að- eins fengju vatnssopa og dálítið fóður sem þeir að öllum líkindum mundu fá á óðali don Garza Amors — mundu þeir áreiðanlega halda út alla nóttina. Toomey hlífði hestunum eins mikið og hann gat, og það var heldur engin ástæða til að flýta sér allt of mikið. Þar sem þa® 20 H E I M I L I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.