Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 7
snertir, að við höfum ekkert lagt til hliðar. Við höfum oft talað um að spara og leggja eitthvað til hliðar, en það hefur aldrei orð- neitt úr neinu. En það er sjálfum mér að kenna, ástin mín,“ flýtti hann sér að taka fram. ,,Ég er kjáni í peningamálum, vai'la hætishóti betri en Dick. En setjum nú sem svo, að það hefði verið ég, sem hefði orðið veikur og misst stöðuna. Hvað hefði þá orðið um þig? Þú ættir engan að til að hjálpa þér, ef slíkt kæmi fyrir — ei' það?“ Hún hristi höfuðið. ,,Nei, og ekki ég heldur,“ bætti hann við. »Hugsaðu þér bara, hvað það væri skelfi- legt fyrir okkur — bæði fyrir þig og mig! Eg fór að hugsa um þetta í nótt, og það verð ég að segja, að ég stirðnaði upp af hræðslu við tilhugsunina.“ „Var það þess vegna sem þú varðst and- vaka?“ ,,Já. Ég lá vakandi og ímyndaði mér allt það versta.“ Edith þagði við og leit á mann sinn þeim svip, sem hann skildi ekki — hún var í senn hugsi, móðurleg ... og þó var eins °g hún hefði í aðra röndina gaman af öllu þessu grufli hans og bollaleggingum. „Hættum þessu dapurlega rausi, Jim ^inn," sagði hún svo glaðlega. „Við skul- Urn heldur hafa okkur upp í það að fara ut í skóg eins og við ætluðum.“ Hann greip um báðar hendur hennar í því sem hún ætlaði að fara ganga burt. „Nei, Edith!“ hálfhrópaði hann næstum akafur. „Það getum við ekki. Þú hefur allt- af þaggað niður í mér á þennan hátt, þegar hef minnzt á það að spara. En í þetta sinn verðum við að ræða málið og komast að niðurstöðu. Þetta er nauðsynlegt, skil- Ul'ðu. Getur jafnvel verið nauðsynlegra en við gerum okkur grein fyrir.“ Hún losaði sig blíðlega úr handtaki hans °£ settist aftur í ruggustólinn. »Æ-jájá,“ sagði hún hin rólegasta. ^EIMILISBLAÐIÐ „Vertu bara ekki svona ákafur. Það er eins og þú sért festur upp á þráð. Ég hef alltaf verið sammála því, að við skyldum spara, en ég hef ekki viljað angra þig með því að tala um það í tíma og ótíma. En vertu nú rólegur og segðu mér, hvað þú leggur til að við gerum í sparnaðar skyni.“ ,,Ég vil, að við spörum yfirleitt!" hóf hann máls fullur áhuga og tók að ganga um gólf með hendur í vösum, ákveðnum skrefum. „Ég fæ ekki eirð innra með mér öðruvísi. Ég afber það ekki að við lifum á þann hátt, að við eyðum hverjum dal sem ég vinn mér inn.“ Hann var aftur að verða æstur, en hún sljákkaði í honum með viðeigandi augnaráði. „Ekki svona æstur, Jim minn,“ sagði hún lágt. „Það hefur enga þýðingu. Hvað viltu að við spörum mikið?“ „Ég held því fram, að við getum komizt af með — tuttugu og fimm dali á viku!“ hálfhreytti hann út úr sér og leit um leið til hennar nánast óttasleginn. „Það er helmingur á við það sem við eyðum núna,“ sagði hún stóreyg. „En . . . það getum við ekki, Jim.“ „Það verður þó svo að vera!“ staðhæfði hann og var fastur fyrir. „Að minsta kosti fyrst um sinn. Þangað til við höfum lagt eitthvað fyrir.“ „Við borgum þrjátíu hér!“ sagði hún. „Veit ég vel. Þess vegna verðum við líka að flytja.“ „Hvað segirðu?" Aftur var hún staðin á fætur. Honum þótti miður, að hann skyldi valda henni þessum óþægindum, en leit þó á hana ákveðinn á svip. „Það er lítil stofa hér í nágrenninu, sem við getum fengið,“ sagði hann lágt. „Hún kostar aðeins fimm dali á viku. Ég — ég leit á hana í gærdag. Þetta er hreinlegt húsnæði, látlaust og snoturt. 1 húsinu við hliðina er sjálfsafgreiðslu-kaffisala, og þar er hægt að fá mat. Það myndi kosta okk- ur tvo dali á dag. Þá höfum við afgangs 151

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.