Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Side 12

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Side 12
Þvert um geð Framhaldssaga eftir Albert M. Tryenor XXI. Hátt nppi í tvennri merkingu. Erfiðleikárnir við að komast upp voru ekki nándar nærri eins miklir og þeir höfðu litið út fyrir að vera, þegar staðið var niðri á botni gjárinnar. Spölkorn upp eftir var hallinn fremur jafn og ekki mjög bratt- ur, og þann spöl voru þau fljót að fara. Hærra uppi hnyklaðist fjallshlíðin saman í kamp, sem teygði sig fram eins og skökk þakbrún yfir hyldýpið. Ofan á þessum kampi var eins og renna, og eftir henni urðu þau að fara hægt og gætilega og eitt í einu. Curzon hafði nú náð Jay og tók þegar í stað forustuna. Eftir honum kom Jay, en aftastur var Toomey, sem hélt sig í námunda við Hermínu, til þess að geta rétt henni hjálpandi hönd við og við, þeg- ar nauðsyn krefðist. Manneskjan, sem klifrað hafði hingað upp á undan þeim, lét enn ekkert á sér bæra, en Curzon var viss um, að einhvers staðar hlyti hún að vera héma. Hver var hún? Var það karlmaður, og var það vin- ur eða fjandmaður? Á hinni erfiðu göngu upp hafði Curzon nánar gætur á röndinni á hinum frelsandi hjalla. Hann bjóst við á hverju augabragði að sjá einhverju skjóta upp yfir þessa rönd — annaðhvort vingjarnlegu andliti og hjálpandi hönd eða þá byssukjafti. Hann var fullur eftirvænt- ingar, hvort heldur yrði. Það gat þýtt frels- un eða tortímingu. Curzon bjó sig undir að hefja vinsamlega samninga við hann, en var þó jafnframt reiðubúinn með skammbyssuna í höndinni að ryðja sér braut upp á klettahjallann. Hann fann til ósegjanlegs léttis, þegar hann að lokum með mikilli varkárni stakk höfðinu upp um klettarifu og komst að raun um, að ekki nokkur lifandi vera var sjáanleg á hjallanum. Gat það verið mögu- legt, að þetta hefði allt saman verið óper- sónulegt, og það hefði aðeins verið vind- urinn, sem af tilviljun hafði feykt dósinni út yfir röndina? Nei, það var óhugsanlegt. Dósin var auðsjáanlega nýopnuð, og fall hennar gegnum. loftið hafði ótvírætt gefið í skyn, að henni hefði verið slöngvað niður í hyldýpið af manna völdum. Curzon hafði tekið eina af skammbyssum sínum upp og hélt henni eitt augnablik milli tannanna, meðan hann notaði báðar hendurnar til að klifra upp á hina framslútandi klettabrún. Fyrir framan sig sá hann djúpan helli, sem hafði breiðan munna og mjókkaði auð- sjáanlega, þegai’ innar dró í fjallið. Hann undraðist ekki að finna hellisskúta hérna. Eftir andlitssvip hans að dæma hefði vel mátt halda, að hann hefði búizt við að finna þetta skuggalega, dularfulla op þarna í fjallinu, og hefði Jay séð, að hann virti fyrir sér inngang hellisins með svip, eins og sjálfsagt væri, að opið væri þarna, mundi hún hafa fundið staðfestan grun sinn um, að Ruy da Luz ætti ræningjaheln hérna uppi, og það væri einmitt hann, sem þau stæðu nú andspænis. Dularfulla persónan, sem Curzon hafð1 156 H E I M I L I S B L A Ð I P

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.