Heimilisblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 19
leitað hælis hjá honum. Hún hafði ekki
hikað eina sekúndu við að leita verndar
hans, eins og það væri sjálfsagður hlutur,
að hann gerði sitt ýtrasta til að vernda
hana. Þau höfðu ekki verið saman marg-
ar klukkustundir, þegar hún hafði borið til
hans skilyrðislaust traust, og það þrátt
fyrir það, að hún áleit hann ræningja og
glæpamann. Eðlishvöt hennar hafði auð-
sjáanlega sagt henni, að henni væri óhætt
að terysta honum, og í augum Curzons var
þetta staðreynd, sem hann var stoltur af.
„Úr því að þér og Hermína eruð svona
góðar vinkonur," sagði hann, „þá hafið þér
að sjálfsögðu aðstoðað hana við þessa gift-
ingu. Leyfist mér að spyrja, af hvaða
ástæðum þér gerðuð það? Ég hef ennþá
ekki getað fundið sennilega skýringu."
Hún svaraði spyrjandi augnaráði hans
nieð hlédrægu brosi.
„Þetta er að verða meinloka í höfðinu á
yður, held ég helzt. Ég veit ekki, hve oft
þér hafið spurt mig um þetta sama. Nú
er komið að mér að bera fram nokkrar
spurningar fyrir yður. Það er dálítið, sem
ég hef verið að brjóta heilann um núna
upp á síðkastið og hef enga skýringu get-
að fundið á. Hvernig stendur á því, að
maður eins og þér er orðinn að afbrota-
manni.“
Hann leit snögglega við og mætti augna-
i'áði hennar. Brosið var horfið af andliti
hennar, og augun, sem nú horfðu á hann,
voru rannsakandi, og í þeim brá fyrir ein-
kennilegum angurblíðum, næstum hrygg-
um glampa.
„Vald kringumstæðnanna," svaraði Cur-
zon eftir dálitla þögn. „Aðstæðurnar
neyddu mig til þess. Það var hreinasta
tilviljun, sem kom mér á þessa braut.“
Hann hugsaði með sjálfum sér, ef hún bara
Vissi, hvað hann sagði satt. Gönguför í
tunglskini, hattur á múrnum, gítar og aft-
anóður — það var þess háttar, sem hafði
breytt hinum friðsama sélaverkfræðingi
Willie Curzon í þjóðvegaræningja — að
minnsta kosti álitu aðrir það.
„Það er léleg afsöku,“ sagði Jay. „Kring-
umstæðurnar þvinga yður með engu móti
til að halda áfram þessa braut. Ég get
sagt yður, hvað það er — það er leti.“ Hún
hnyklaði fínlegu augabrýrnar af reiði.
„Þér eruð of latur til að vinna, er það ekki
rétt til getið hjá mér?“
„Nei, hættið nú snöggvast," andmælti
hann. „Þér hafið síðustu daga kynnzt vel
þeirri tilveru, sem þjóðvegaræninginn lifir.
Éinnst yður það vera líf fyrir þann, sem
er latur og ónýtur.“
„Nei — þvert á móti!“ viðurkenndi hún.
„Það hlýtur að vera meira þreytandi en hin
erfiðasta heiðarlega vinna.“ Éramkoma
hennar gagnvart honum varð lítið eitt blíð-
ari. „En svo er það eftirvæntingin, sem
því fylgir, sem lokkar yður, Ruy. Það er
ævintýraþrá yðar, er það ekki?“
„Ef það er þannig þá getur maður sann-
arlega sagt, að öll ævintýralöngun mín sé
horfin út í veður og vind,“ svaraði hann.
Hún beygði sig áköf að honum og horfði
á hann með rannsakandi augnaráði. „Mein-
ið þér með þessu, að þér viljið segja skilið
við þessa iðn að fullu og öllu?“ sagði hún
spyrjandi. „Að þér viljið byrja að vinna
— ég meina eins og annað fólk?“
„Ég gæti vel freistast til þess — ef ég
slepp frá þessu lifandi."
„Ó, Ruy!“ hrópaði hún. „Maður eins og
þér gætuð gert hvað sem væri — allt sem
þér bara byrjuðuð á.“ Hún lagði hendina
á handlegg hans og röddin skalf af ákafa.
„Þér ættuð að reyna það — ó, það ættuð
þér að gera! Ég vildi fegin óska þess.“
„Ég þekki dálítið til landbúnaðar-
áhalda,“ sagði hann þurrlega. „Það gæti
vel hugsast að ég gæti fengið atvinnu í
þeirri grein.“
Hann langaði til að segja henni, að hann
væri bara Willie Curzon, löghlýðinn banda-
rískur borgari, sem aldrei hafði rænt
heimilisblaðið
163