Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Síða 24

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Síða 24
Hann virti hana undrandi fyrir sér með rannsakadi, bláum augunum sínum. „Þetta var síðasta og einasta útgönguleiðin, sem þér köstuðuð þannig frá yður,“ sagði hann. ,,Og það gerðuð þér mín vegna — mín vegna?“ „Síðastliðna nótt gerðuð þér það sama fyrir mig í veizlunni hjá Barboza," sagði hún. „Þér hefðuð að sjálfsögðu getað kom- izt að samkomulagi við Barboza, en þér kusuð heldur að berjast fyrir mig. Það hefði getað kostað yður lífið, en þér hik- uðuð ekki. Er það þá svo undarlegt, að ég vilji gjarnan launa yður að enhverju?" „No-oh,“ sagði hann. og vonbrigðasvip brá fyrir á andliti hans. „Þér vilduð ekki standa í þakklætisskuld við mig. Það er þá ástæðan!“ Hann hélt áfram að horfa á hana, á báðum áttum um, hverju hann ætti að trúa. „Nei,“ sagði hún og endurgalt augnaráð hans með ígrundandi svip í augunum. „Það, sem þér nú voruð að segja, hefur alls ekki hvarflað mér í hug. Ég hafði eng- an tíma til svo mikilla bollalegginga. Þetta var allt skyndilegt hugboð. Ég sá, hvað þér höfðuð í hyggju, og svo greip ég alveg ósjálfrátt leirkei’ið og eindengdi því í höf- uðið á yður án þess að hugsa um, hvers vegna ég gerði það.“ Curzon þreifaði með höndinni á hvirfli sér og snerti varlega á stórri kúlu, sem myndazt hafði fyrir ofan vinstra eyrað. „Hve lengi var ég meðvitundarlaus ?“ spurði hann. „1 margar mínútur. Ég var að verða al- varlega hrædd.“ Hún brosti dauft. „Það var ekki ætlun mín að stytta yður aldur til þess að forða yður frá því, að þér yrð- uð skotinn af hermönnunum. En núna, þeg- ar þér eruð vaknaður, er ég glöð yfir því að hafa gert það, sem ég gerði. Hættan er um garð gengin.“ „Eru hermennirnir horfnir?“ Hún kinkaði kolli, án þess að mæla orð frá vörum. Hann stóð hægt á fætur. „Hver fjandinn sjálfur!“ sagði hann og gretti sig. „Þér veitið vel útilátin högg, verð ég að segja. En gerið þér yður grein fyrir, að það er afar auðvelt fyrir mig að elta hermennina og koma með þá hing- að aftur? Það 'ge'tið þér þó ekki varnað mér að gera.“ „Það verður nú samt sem áður ekki svo auðvelt fyrir yður,“ sagði hún og leit fram á klettabrúnina. Hann horfði í sömu átt og hún, gekk svo í tveim skrefum út á brúnina og starði undrandi niður í djúpið. Klettarifan, seni hann hafði hugsað sér, að þau gætu notað til að komast undan, var horfin. Yzta skurnið var hrunið niður, rétt eins og það hefði verið sprengt frá sjálfu bjarginu, og hamraveggurinn var þverhníptur fyrir fótum hans, mörg hundruð fet á hæð. „Hvernig hefur þetta atvikazt?" spurði hann udrandi. „Ég fann dynamit-hylki í vasa yðar,“ sagði hún. „Það var tilbúið með kveikju- þræði og hvellhettu, og eldspýtur fann ég líka. Er það eitthvað meira, sem þér óskið eftir að vita?“ Hann starði steinhissa á hana. „Hafið þér------hafð þér sprengt klettinn burtu með dynamíti! Þetta er voðalegt — það — það — þér hljótið að hafa misst vitið. En hvers vegna gerðuð þér þetta?“ Eitt augnablik mættust augu þeirra, en svo leit hún undan í skyndi. „Ég veit það ekki,“ sagði hún. „En þér vitið ef til vill, hvað það er, sem þér hafið gert?“ sagði hann. Kringum munn hans mynduðust harðn- eskjulegir drættir. Svo hélt hann áfram: „Þér hafið eyðilagt einustu útgönguleið- ina, sem við áttum til að bjarga okkur —- hvorki meira né minna. Nú er jafn ómögu- legt fyrir okkur að komast héðan burtu 168 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.