Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1979, Side 34

Heimilisblaðið - 01.09.1979, Side 34
„Æ, þú mátt aldrei ganga undir stiga, þaö boöar ógæfu!“ segir Palli. Þeir eru afar hjátrúarfullir báðir Kalli og Palli. Skömmu seinna hleypur svartur köttur yfir veginn fyrir framan þá. „O, þetta boðar ógæfu,“ hrópar Kalli upp. Þegar þeir koma heim sér Palli á dagatalinu aö það er sá 13., sem líka boðar ógæfu. Nú eru þeir alveg vissir um, að þetta hljóti að enda með skelfingu. Það er barið að dyrum — og póstsend- illinn kemur með stóran pakka frá Önnu frænku. I pakkanum er stærðar súkkulaðikaka. Svo að dagur- inn hafði ánægjulegan endi, og Kalli og Palli eru ekki framar hjátrúarfullir. „Klukkan er tíu, við skulum fara að hátta!" hrópar Kalli. „Mundu að slökkva ljósin og setja bókina á sinn stað,“ segir hann við Palla sem situr sofandi í hæg- indastólnum. „Mundu svo eftir að læsa dyrunum!" bætir hami við um leið og hann skrúfar frá vatns- krananum til að bursta tennurnar. „Já, ég man það,“ segir Palh. „Ég segi þetta af því þú ert svo gleyminn!" segir Kalli. ... Þegar þeir vakna um morguninn eftir spyr Palli: „Segðu mér, KaUi, myndirðu eftir að loka fyrir vatnskranann í gærkvöldi?" Sjálfur hafði KaUi gleymt að loka fyrir vatnið og nú var allt á floú * húsinu.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.