Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 10
| IÐUNN
Minningarorð
úr húskveðju,
haldinni viö jarðarför rithöf. Jóns Ólafssonar, 19. Júlí 1916.
Eftir
séra Eirík Briem, prófessor.
— — — Ekkert er það, sem meira ber á í heim-
inum, en þær sífeldu breytingar, sem eiga sér stað
alstaðar og á öllum tímum, dag frá degi, ár frá ári
og öld eftir öld, og fæstir munu þeir vera, er geta
sætt sig við þá hugsun, að þessar sífeldu breytingar
séu að eins stefnulaus umbrot blindra krafta. En
þeir sem sannfærðir eru um, að baráttan í tilverunni
er ekki tilgangslaus, heldur stefnir að einhverju á-
kveðnu takmarki, verða þó að kannast við, að veg-
irnir, er liggja að þessu takmarki, eru jafnaðarlega
órekjandi. Það er fyrst þegar litið er yfir langa liðna
tíð, að vér oft sjáum, hvernig margvíslegustu atvik
leiða hvert um sig að sama takmarki, og að menn,
sem fara sína leiðina hver og eru jafnvel hver öðrum
ósamþykkir, vinna þó að öllu samtöldu að hinu
sama. í sögu þjóðanna eru oft merkileg tímamót og
þeir menn, sem hlut eiga að því að marka þessi
tímamót, eru þá eins og verkfæri til að fá því fram-
gengt, sem fram á að koma; þeir hafa liver silt verk
að vinna til þess að takmarkið náist,
Eins og allir vila hafa hjá þjóð vorri orðið miklar
breytingar á næstliðinni hálfri öld í nálega öllum
greinum, og sjerstaklega finna þeir til þess, sem