Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 11
ÍÐUNNJ
Eirikur Briem: Minningarorð.
3
komnir eru á hin efri ár. Á þessum tíma hefir átt
sér stað mikil framsókn til meiri menningar og full-
komnara félagslífs og óneitanlega liefir eigi litlu orðið
ágengt, en það hefir kostað mikið stríð, mikla baráttu.
Meðal þeirra manna, sem staðið liafa framarlega í
þessu stríði, er sá maður, er hér liggur liðið lík.
Þótt hann eigi væri orðinn sérlega gamall, þá var
starfstími hans orðinn mjðg langur, því að hann var
svo bráðþi’oska að slíks eru fá dæmi; hann var ekki
meir en tvítugur að aldri, þegar hann var orðinn
þjóðkunnur maður og hafði vakið undrun bæði fylgis-
manna og mótstöðumanna fyrir hvað djarfmáll hann
var og hvaða ritlægni hann hafði til að bera. Það
voru að mörgu leyti frábærir hæíileikar, er honum
voru gefnir, og sérstaklega var það merkilegt, hvað
þeir voru fjölhæfir, enda var það mjög margt, er
hann fékst við um æfina, en að þessu sinni er þess
eigi kostur að fara að ræða um það eða að tara að
gera grein fyrir, hversu mikla þýðingu hann hefir
haft fyrir þjóðlíf vort yíir höfuð, enda mun það fyrst
koma fyllilega fram, hver áhrif liann heíir haft á
stjórnarhag þjóðar vorrar, bókmentir og viðskiflalif
bæði sem ritstjóri, þingmaður, rithöfundur og skáld,
þegar farið verður síðar að ransaka sögu liinnar ís-
lenzku þjóðar á þeim byltingatíma, sem vér höfum
lifað. í þess stað vil ég með fám orðum minnast á
nokkur persónueinkenni hans.
Eitt af því sem sjerslaklega einkendi hann var það,
hvað hann var furðulega fijótur að átta sig á hverju
efni, sem fyrir lá, og því var hann þegar í æsku
orðinn mjög fjölfróður; en eigi var það síður ein-
kennilegt, með hve miklu fjöri og áhuga hann fylgdi
hverju þvi máli, sem efst var á baugi í hvert sinn.
Á æskuárum hans var fjörið svo mikið, að hann
fékk stundum ekki við það ráðið, og því var það,
að æfi hans var á ungum aldri orðin tí'ðindarikari
1*