Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Blaðsíða 12
4
Eiríkur Briem:
1IÐUNN
en dæmi eru til um nokkurn annan islenzkan inann
á þeim aldri; en liann hafði jafnan einhver ráð til
að komast fram úr eríiðleikum þeim, er honurn
mættu, án þess að láta þá huga sig. Á þeim árum
orti liann kvæði um Niagarafossinn í Ameríku; þar
minnist hann á Blondin, línudansarann, er gekk á
streng þar yfir um og lék sér að því að sleppa
strengnum og grípa hann svo aftur; út af þessu tekur
hann fram í kvæðinu, að sér haíi líkl farið, er liann
liafi lagt sig í hættur, en hafi þó tekist að bjarga
sér úr þeim.
Ættjörð vorri unni liann mjög og hvergi kunni
hann vel við sig til Iengdar, nema hér á landi. Þegar
i æsku hafði liann lagt sig eflir að nema vel íslenzka
tungu og honum var, sem kunnugt er, fleslum mönn-
um betur lagið, að framsetja létt og skiljanlega, hvort
sem var í ræðu eða riti, livert það málefni, er hann
hafði með höndum, og gera það álieyrilegt og að-
gengilegt fyrir almenning. Þess voru dæmi, að menn,
sein Iélu sig stjórnmáladeilurnar lillu skifta og lásu
eigi að jafnaði ritgerðir um þær, þeir gengu þó aldrei
fram hjá ritgerðum Jóns Ólafssonar þeim viðvíkjandi
án þess að lesa þær. Eg ætla einnig, að hann hafi
oftar en einu sinni liaft þau áhrif á þjóð vora, er
úrslitum réðu í þýðingarmestu málum.
Það eru nú nálega 50 ár, siðan jeg fyrst kyntist
lionum, og síðan hefir kunningsskapur okkar og vin-
fengi aldrei slitnað. Það gerði ekkert til, þótt við oft
og einatt hefðum ólíkar skoðanir á ýmsum málum;
á Alþingi fylgdum við t. d. stundum sinn hvoruin
llokki og í sumuin málum bar okkur margt á milli,
en við gálum jafnan talað rólega saman um þau
efni, er okkur greindi á um, og það var fjarri því,
að sá ágreiningur yrði nokkurn tíma tilefni til nokk-
urrar óvildar okkar á milli. Yfir höfuð var lionum
ekki eiginlegt, að bera óvildarhug til nokkurs manns.