Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 18
10
Matlh. Jochumsson:
i IÐUNN
til, enda má vera, að öllum sem sakfeldu hinn unga
mann, hafi verið miður ljúft að beita hörðustu á-
kvæðum gegn honum. En hitt er víst, að tvítugur
að aldri hafði hann tvívegis orðið að forða sér og
ílýja land sitt.
Vil ég svo brjóta í blað og enda liér æskusögu liins
unga ofurhuga, þess er fyrstur hér á landi dirfðist
að deila við mestu valdamenn sem vesala kolunga,
ef honum þóttu sakir til. »Hvar vissu menn slíku
belt við konunga?« mælti liin gamla drotning. Hvað
hafði þá þessi kappi að bjóða, og hvaða heimildir?
Hafði hann reynslu að baki? Nei. Fróðleik? Ekki
mikinn. En ílokksfylgi? Jú, nokkurt, en fylgismenn
lians voru flestir ómyndugir unglingar eins og hann
var sjálfur. Hvað hafði hann þá? Hann hafði hug-
sjón! Og þótt ég lengi ekki þessa sögu og sleppi liér
hans margbreyttu síðari æfisögu, þykist ég þess viss,
að enginn, sem íhugar æfiferil og aðgerðir Jóns Ólafs-
sonar, muni því neila, að hugsjónir æsku hans haíi
alla hans æíi verið leiðarljós hans og hinn rauði
þráður, sem leiddi hann gegnum völundarhús hans
forlaga. Það er og víst, að ekkert gerir menn ágælari
en fagrar hugsjónir, sem endast alla mannsins æfi.
Fögur hugsjón tysir hverja myrkrastofu; fögur hug-
sjón er sólin, sem varpar gulli glóanda yíir hraun og
hjarn liversdagslífsins með þess brestum og breysk-
leika. Hugsjónamenn læra æ meðan lifa. Mentun vors
fráfallna vinar þótli verða endaslepp í skóla, en af því
hann var hugsjónamaður, vann hann það upp síðar
og það margfaldlega; varð maður fjölfróður og vitur
sem víðlesinn. Á Alþingi — í þessu liúsi — átti hann
lieima, og var ávalt talinn meðal vorra færustu og
fjölhæfustu þingmanna. Var hann iðjumaður mikill
alla æíi og við svo mörg mál og verkefni riðinn, að
það er sagn- og sálfræðinga einna að skýra þær
hliðar sögu hans. En engin fræði mun honum liafa