Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 23
IÐUNN ]
Sólbráð.
15-
Tóftin var litil og reft yfir hana með rekaspýtum
til að halda torfinu uppi. í einu horninu var lítil
heyhrúga og voru það rekjur, sem Ingólfur hafði
borið þangað kvöldið áður frá kýrheyinu. Hann
hristi hej’ið eins vel og hann gat og reitti í sundur
myglufliksurnar.
Síðan bar hann það fram í garðann. Ærnar rifu í
sig heyið, þótt það væri fúlt og myglað.
Svo fór hann niður úr garðanum og gekk út.
En þá voru lömbin eftir og hjá þeiin var ekkert
hár til.
Hann stóð hugsandi um stund. En svo flaug hon-
urn í hug heysængin, sem eldri börnin sváfu á. Hann
hafði látið nýtt hey í hana um haustið til að gera
hana hlýrri og mýkri fyrir hörnin að hvíla á. Heyið
hlaut að vera ælt, þótt það væri orðið þurt og hælt.
Börnin gátu komist af með gæruskinn ofan á viðinn,
sem var undir sænginni.
Ingólfur gekk heim til bæjarins. Þegar hann kom
inn, sat kona hans uppi í rúminu og var að reyna
að hugga yngsta barnið, sem grét sáran.
»Góðan daginn, elskan mín. Hvernig liður litla
stúfnum?«
»Góðan daginn. Hann er töluvert lasinn, en þó er
hann betri en hann heíir verið. En hvernig er veðrið?«
Ingólfur sagði henni það.
»Vaknaðu, drengur minn«, sagði Ingólfur og ýtti
við drengnum, sem lá fremst í rúminu. Var það 10
ára gamall snáði og hét Hrafn.
Drengurinn reis upp við olnboga með stýrurnar í
augunum.
»Hvað er þetta, má ég ekki sofa lengur?«
»Jú, drengur minn. En viltu ekki geía henni Móru
þinni litlu heyið úr sænginni, sem þið sofið á? Ég
hef ekkert handa henni nema það«.