Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 24
16
Jóhannes Friðlaugsson:
i IÐUNN
»En heyið í tóflunum?« sagði drengurinn og néri
á sér augun.
»Það er alt búið. Ég ætla að reyna að útvega liey
í dag, en lömbin verða að fá eitthvað í morgunmat-
inn«.
»Jú, ég vil gefa henni heyið úr sænginni, bara að
hún éti það«, sagði Hrafn og settist framaii á.
»Jæja, þú ert góður drengur. Si.vo gef ég ykkur
nýja hej'sæng í sumar«.
Síðan vakti Ingólfur hin börnin tvö, sem sváfu í
rúminu og Iét þau fara niður á gólíið, á meðan
hann tók sængina. Tók svo tvö gæruskinn, sem lágu
til fóta í rúminu og breiddi þau yfir viðinn, undir
rekkjuvoðina, og lét síðan börnin leggjast út af aftur
og breiddi vandlega ofan á þau og sagði þeim að
sofna aflur. Síðan lók liann sængina og gekk fram
með hana. Éegar fram kom, tók hann heyið úr
sænginni og hristi það vel og lét það í poka og har
hann upp i lambbús og gaf lömbunum.
Lömbin átu heyið með góðri lyst. Eftir það fór
Ingólfur að sinna um kúna.
Laust fyrir hádegi lagði Inólfur á stað.
Áður en liann fór, hafði hann beðið Hrafn litla að
lileypa ánum út um hádaginn, ef ekki yrði renn-
ingur. Hann ætlaði á fund séra Péturs á Stað og
reyna að biðja hann um hey, því að hann vissi, að
hann var vel birgur með hey og hafði lálið eitthvað
til annara.
Éegar Ingólfur kom að Stað, var preslur í kirkju.
Fyrst datt honum í hug að híða úli við, þar til
messugjörðinni væri lokið, en réð svo af að fara í
kirkju.
Prestur var að enda við ræðuna, þegar Ingólfur
kom inn.
Ingólfur tók sér sæti frammi í krókbekk. Fált fólk
var í kirkjunni og afar kalt, og sj'ndist honum sumt