Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 25
ItíUNNI
Sólbráð.
17
fólkið skjálfa. Það setti að konum undir eins og
hann kom inn, enda var hann heitur af göngunni.
Þegar messugjörðinni var lokið, gerði Ingólfur orð
fyrir séra Pétur.
Eftir litla stund kom prestur.
^Þér komuð heldur seint til kirkjunnar í dag,
Ingólfur minn«, sagði prestur, þegar þeir höfðu
heilsast.
»Já. En ég kom nú reyndar í öðrum erindum«,
sagði Ingólfur og lijó broddstafnum niður í snjóinn.
»Nú, var það þannig. Annars er langt síðan að
þér hafið komið til kirkju. Eg man ekki eftir því,
að þér hafið komið í vetur«.
»Ég á nú ekki heimangengt, þegar ég lief engan
til að líta eftir skepnunum heima«, sagði Ingólfur,
og var röddin hálf óþýð.
»Jæja. Sleppum nú þessu. Þér hafið máske ætlað
eitthvað að finna mig?«
»Já. Ég ætlaði að vita livort þér gætuð ekki gert
svo vel að hjálpa mér um eitthvað af heyi, til að
halda lífinu í skepnunum. Ég er algerlega orðinn
heylaus, svo að ef ég fæ ekki hjálp, liggur ekkert
fyrir þeim nema hnífurinn. Eg skal reyna að standa
skil á andvirðinu, það fyrsta sein ég get«.
Éað var viðkvæmni í röddinni.
»Þér eruð tæplega færir um að hleypa yður í
miklar hej'skuldir, því efnin eru vist heldur lítil, en
það er nú ekki aðalatriðið, heldur hitt, að ég má
okki farga meiru af heyi en ég er þegar búinn að.
Eins og þér vitið, eru ílestir orðnir heylausir, og þeir
hafa komið til mín hver á fætur öðrum, og eg hef
reynt að láta þá hafa eitlhvað, eftir því sem ég hef
getað. En það er ekki álitlegt með tíðina og maður
verður þó að sjá sjálfum sér borgið. Eg hef margt
á, og þarf á miklu heyi að lialda, ef þessi harðindi
haldast lengi«.
Iðunn II. ' 2