Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 26
18
Jóhannes FriðlaugssoD:
1IÐUNN
»Já. Ég skil það vel, en þetta eru nú fáar skepnur,
sem ég hef, og ég þyrfti ekki mikið hey til að halda
lifmu í þeim«.
»Því býst ég við; en eins og ég sagði áðan, get
ég ómögulega látið meira en ég er búinn, á meðan
að ekki sér fram úr með tíðina. En til þess að gera
yður einhverja úrlausn, skal ég hjálpa yður um í
poka og poka handa kúnni, þegar féð er sloppið af
gjöf, og ég sé, að ég get það. Þá, en ekki fyr, geri
ég það«.
»En þá er það um seinan. Fái ég ekki hey í dag,
verð ég að skera hverja skepnu. Og hvað tekur þá
við?«
»Já, Ingólfur minn, ég skil að það er hart, en þér
eruð engu bættari, þótt ég stofni mér í voða. I3ér
æltuð að reyna við hann Jóhann á Bjargi; ég veit
að hann hefir hjálpað mörgum og á töluvert af heyi.
Máske hann gæti hjálpað yður eitthvað«.
Ingólfi var orðið þungt niðri fyrir. Hann sá, að það
var þýðingarlaust að biðja prest lengur, því að hann
mundi ekkert hafa upp úr þvi. Það var því ekkert
annað fyrir en að fara heim aftur við svo búið. En
hann kveið fyrir heimkomunni.
Hann kastaði kveðju á prest og lagði á stað heim-
leiðis.
»Viljið þér ekki bíða eftir kaffibolla?« kallaði
prestur á eftir honum.
Ingólfur neitaði.
Fyrsta sprettinn gekk Ingólfur hart. Það var ein-
hver gremjuæsing í huga hans. Honum hálfsveið við
prest, því hann þóttist þess fullviss, að liann hefði
getað hjálpað sér, ef hann hefði viljað. Auðvitað var
ekki nema eðlilegt, að hann vildi vera vel birgur
sjálfur, en eftir þvi sem kunnugir höfðu sagt honum,
hlaut prestur að hafa meir en nóg hey, þótt inni-
stöður yrðu til Jónsmessu. Að leita til annara áleit