Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 27
IÐUNN]
Sólbráð.
19
hann þýðingarlaust, nema ef væri þá til Jóhanns á
Bjargi. Hann vissi, að hann var mjög hjálpfús og var
búinn að lijálpa mörgum, og hann vissi, að hann
mundi gera það ef hann gæti. En hann var tregur
til að leita lil hans. Jóhann hafði einu sinni fyrir
nokkrum árum hjálpað honum um hey og aldrei
viljað taka neitt fyrir það; þótti honum því leitt að
þurfa að biðja hann á ný. En eitthvað varð hann
þó að reyna.
Ingólfur hægði ganginn. Hann var farinn að lj'jast,
enda var færið ekki gott, því að frostlímingur var
og skíðin gengu illa.
Hugurinn hvarflaði heim í kotið. Þar biðu konan
og börnin og töldu stundirnar, þar til hann kæmi
með einhverja björg handa skepnunum. Gerði hann
það ekki, var framtíð þeirra eyðilögð að meiru eða
minna leyti. Ef ekki væri hægt að bjarga skepnun-
um, þá yrðu þau að hætta við búskap, og þá lá
ekki annað fyrir þeim hjónunum en vinnumenska
og sveitin fyrir börnunum, þeim sem þau gætu ekki
séð fyrir. Þá var margra ára barátta hálf eyðilögð
og þau stóðu einmana og félaus eftir á hjarninu
með börnin. Það fór kuldahrollur um Ingólf við
þessa hugsun.
Hann varð að reyna við Jóhann með hey. Ef það
brigðist, var öll bjargarvon úti.
Um miðaftan kom Ingólfur að Bjargi. Hann hitti
Jóhann við fjárhús niðri á túninu, þar sem hann var
að enda við að gefa fénu.
Þeir spurðust almæltra líðinda. Svo barst talið að
heyleysinu og harðindunum. Ingólíur kom sér ekki
að að bera fram erindið.
Siðan gengu þeir heim á leið til bæjarins.
»Þú kemur inn og þiggur matarbita«, sagði Jó-
hann, um leið og þeir komu heim á hlaðið.
Ingólfur þakkaði.
o*
L