Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 29
ÍÐUNN]
Sólbráð.
21
en hann fari að batna í þessari 'viku. Mig hefir
dreymt fyrir því. Svo máttu sækja í poka og poka
lianda kúnni jafnóðum og þú þarfnast þess«.
Það brá gleðisvip yfir þreytulega andlitið á Ingólfi
við þessi orð Jóhanns. Honum fanst hlýjan straum
leggja um sig allan og birla yfir öllu. Kuldinn og
myrkrið, sem honum fanst leggja um sig og vefjast
í kringum sig undanfarna daga, hvarf nú í burt eins
og is fyrir sólu. Hann ætlaði að þakka Jóhanni fyrir,
en kom engu orði upp fyrir klökkva. Jólrann sá,
hvað honum leið og bætti við um leið og hann stóð
upp og gekk fram úr baðstofunni. »Við þurfum ekki
að tala um þetta rneir. I-’ú kemur með kindurnar á
morgun, og ég vona að alt fari vel. En nú ætla ég að
vita, hvort konan hefir ekki til einhvern bita handa
þér; þú hlýtur að vera orðinn svangur og þreyttur
af þessu ferðalagi í dag«.
Litlu seinna kom kona Jóhanns með mat handa
Ingólfi.
Nokkru síðar fór Ingólfur. Hann hitti Jóhann úti
á hlaði og þakkaði honum fyrir sig. Handtakið var
fast og innilegt og lýsti meiru þakklæti en orð hefðu
fengið gert.
Ingólfur hraðaði sér heim. Það var langt síðan
að hann hafði verið jafn glaður og bjartsýnn. Bar-
áttan, 'sem hafði lúð hann áður, og kvíðinn fyrir
framtíðinni, sem hafði lagst á sálu hans eins og
niara, var horfinn. Nú vissi hann að öllu var borg-
ið. Fyrst Jóhann hafði lofað að taka kindurnar, þá
þurfti ekki að kvíða, að að þeim amaði, þar til bat-
inn væri kominn; hann þekti of vel rausn og dreng-
skap Jóhanns til þess, að hann sæi ekki fyrir skepn-
unum, fyrst hann tók þær á annað borð.
Um náttmál kom Ingólfur heim til sin.
Þegar liann var sezlur inn, fann hann fyrst, að
hann var orðinn dauðþreyltur. En það var sólskin í