Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 32
24
Indriði Einarsson:
[ IÐUNN
eins og allir vilji gera það. Slík dæmi virðast sýna,
að landsmenn séu óþolinmóðir áhugamenn í lund,
og séu mjög hættir því að vitna í, hvað faðir þeirra
»sæll« hafi gert, og hafi ekki minni þrá eftir betri
kjörum en aðrar þjóðir í heiminum.
Landsmenn hafa verið til skamms tíma bænda þjóð;
það er að segja, mikill meiri hluti af þeirn hefir lifað
á landbúnaði, og verið bændur eða hjú eða unglingar
o. s. frv. í sveit. Bændaþjóð hefir aldrei verulegar
upphæðir af peningum með höndum. Ef búinaðurinn
græðir í ár 3—400 kr., þá fara þær til þess að bæta
jörðina, borga eitthvað af skuldinni, sem á henni
kann að hvíla, það fer til að auka fjárstofninn, eða
heyjaforðann. Landbúnaðurinn safnar ylir höfuð að
tala ekki gulli eða silfri. Perigingunum er þar eðlilegar
varið á annan hátt. Eftir siðustu aldamót hættir
meiri hluti þjóðarinnar smátt og smátt að vera
bændalýður, og meiri hluti hennar Iiíir nú á annari
atvinnu. Um leið vex viðskiftalífið og það þarf meiri
og meiri peninga með; þar eru peningarnir olían,
sem bera verður á vélina, og svo sýnist sem lands-
menn séu nú farnir að hneigjast að því miklu meira
en nokkru sinni áður, að eignast peninga. I3að fer í
rétta átt, ef bæjarfólk, iðnaðar- og verzlunarfólk vill
eignast peninga. Það er ávalt rétt, að vilja eiga eitt-
hvað fram yfir fæðu til næsta máls. Peninga geta
menn ekki eignast nema með því að spara, en sparn-
aður getur orðið á tvennan hátt. Fyrri aðferðin er
að eyða svo litlu, að eitthvað verði afgangs; en síðari
aðferðin er að vinna sér svo miklu meira inn, að
eitthvað verði afgangs, þótt eyðslan standi við sama,
eða sé jafnvel meiri en áður. Hér á landi má full-
yrða, að fram til síðustu tíma hafa aðflutningar auk-
ist í allar áttir, nema hvað vínfangakaup eru úr
sögunni. Það fé, sem landsmenn hafa lagt upp, hefir
þess vegna hlotið að fást með síðari aðferðinni.