Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 34
26
Indriði Einarsson:
l IÐUN N
króna, en þar sem sú upphæð er í óvissu, er að eins
drepið á hana hér.
Á fjórum árum frá 31. desember 1910 til 31. des-
ember 1914 hafa þessi framaiitöldu innlög aukist
um............................... 5.331 þús. kr.
og á árinu 1915 einu saman um.... 4.239 —
en öll fimm árin um.............. 9.570 þús. kr.
í landi, þar sem ekki hefir mátt nefna 10 miljón-
króna til skamms tíma, mun það þykja mikið,
að þær skuli hafa verið sparaðar á fimm árum. Alls
er innistæðan í öllum sparisjóðum á landinu 31.
desember 1915 18 miljónir króna.
Eg geri mér í hugarlund, að fjármálamennirnir okkar
frá 1870, sem margir eru enn ofanjarðar og lifa sjálf-
sagt góðu lífi, hefðu álitið það einróma, nú laust eftir
aldamót, að sá, sem hefði þá látið sér um munn
fara, að landsmenn mundu eiga 18 miljónir kr. í
sparisjóðum þetta ár, að hann ætti hvergi heimili að
hafa nema á Kleppi.
II.
Fasteignir og skipaeign.
Innieigti í sparisjóðum skoða ég helzt sem veltu-
fé iandsmanna; það er ágætt að það aukist. En
í sjálfu sér er það ekki nóg. Sparisjóðsfé eru pen-
ingar, sem bíða þess að þeir séu liafðir til arðvæn-
legra fyrirtækja, frá félags-sjónanniði séð. Áður en
ráðsmenn þess fjár geta lánað það til langs tíma,
þurfa þeir að vera vissir um að upphæðin, sem út
verður tekin, sé ávalt eftir í sjóðnum, hvað mikið
sem tekið er út. Þess vegna er sagt hér, að þetta sé
fé, sem bíður útlána svo og svo lengi.
Velmegun landsmanna fór að aukast eftir 1904.
Einkum eftir peningakreppuna 1907, 1908 og 1909.