Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Síða 35
iðunn 1 Fjárhagsframfarir. 27
1904 réð viðskiftalífið yfir peninguin í sparisjóðum
samtals............................... 3 milj. kr.
Landsbankaseðlum...................... 8A — —
og íslandsbankahlutabréfum............ 3 — —
Samtals 63/i milj. kr.
Svo komu árin, sem nefnd voru. Árið 1908 skulduðu
báðir bankarnir erlendis við árslokin lausaskuldir
4.700 þús. krónur, en það var borgað bráðlega, og
nú við árslokin 1915 átlu þeir báðir inni erlendis
-5.700 þús. krónur, eða því sem næst 1 miljón minna,
en allar skuldir veðdeildar og landssjóðs eru erlendis.
Innieign liankanna erlendis má skoða sem sparisjóðs-
fé, sem bíður eftir að vera sett í fyrirtæki, en fyrst
verður það notað til kaupa á vörurn frá útlöndum.
Húseignir i kaupstöðum voru komnar upp í árið
1915................................... 25 milj. kr.
árið 1903 voru allar húseignir í kaup-
stöðum og kauptúnum virtar á............ 10 — —
þær fasteignir hafa þokast upp um....... 15 milj. kr.
sem er álitleg upphæð á ekki lengri tíma. í henni
er ekki talin verðhækkun á kaupstaðarlóðum, en þær
hækka í verði við hvert hús, sem bygt er á þeim.
15 miljónir á þessum fáu árum er álitleg viðbót,
þegar þess er gælt, að í öllum kaupstöðunum eru
að eins 27—30 þús. manna.
Eg veit að margir munu líta svo á, sem þessi
framför kaupstaða og kauptúna sé ekki mikils virði
fyrir þjóðfélagið. En það er röng hugmvnd, liver
sem hana hefir. Kaupstaðirnir liafa haft það hlutverk,
að taka á móti fólkinu, sem annars liefði farið af
landi burt. það er betra, að það fólk fari lil kaup-
staðanna, en að landið tapi því alveg. Hver full-
hraustur karlmaður eða kona, sem fer af landi burt,
hlýtur að vera hér um bil 4000 kr. skaði fyrir
þjóðfélagið. Fyrir slafni er nú mesta fólksekla, vegna
aukinnar atvinnu, svo landið verður að halda öllu