Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 39
IÐUnn 1 Fjárhagsframfarir. 31
V.
Gróði landsmanna 1 9 1 5. - Framtíðarhorfur.
Ef útílulta \aran hefir komist upp í 34 miljónir
króna 1915, þá sýnist mér, að allur gróði landsmanna
hafi orðið 14 miljónir króna á því ári. Framleiðend-
urnir hafa fengið þær fyrir vörur sínar umfram vana-
legt, en gott meðalverð. Verkamenn, daglaunamenn,
starfsmenn og embættismenn og allir menn með föst-
um launum hafa tapað fé og orðið ver settir en áður.
Verkamenn og daglaunamenn hafa tapað þangað til
þeir fengu liækkað kaupið, hinir sem ekki hafa fengið
hækkað kaup sitt verða ver og ver settir með degi
hverjum; skaði þeirra manna ásamt verðhækkun á
erlendum vörum gengur frá þessum 14 miljónum.
Að líkindum eru þó 10 miljónir eftir, sem reikna
má hreinan ágóða landsmanna. Af gróðanum hafa
4.200 þús. krónur verið lagðar í bankana; 1800 þús.
krónur munu hafa verið lagðar í sparisjóði út um
land. Með 4 miljónum hafa landsmenn borgað skuldir
og lagað ýmislegt heimafyrir hjá sér. Meira af skuld-
um heíir verið borgað 1915 en nokkru sinni áður,
það geta bankarnir borið um.
1907 gerði ég upp þjóðareign landsmanna, með
aðstoð tveggja þingmanna, sem voru í fjármálanefnd-
inni, er þá var. Hjá okkur varð hún þá 61.o milj. kr.
Við það sem þá var fyrir, hefir síðan
bæzt af húseignum í kaupstöðum....... 10.o — —
Kaupstaðarlóðir með ýmsum forvirkj-
«m, vatnsleiðslum, raílýsingu, gasi og
hafnarvirkjum hafa stígið síðan um... 6.5 — —
skipa eign heíir vaxið um.......... 4.o — —
og að mínu áliti hefir jarðarhundraðið
hækkað i verði um 100 kr. siðan, fyrir
aU landið verða það................ 8.5 — —
Fjóðareign nú alls 90.o milj. kr.