Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Qupperneq 40
32
Indriði Einarsson:
[ IÐUNN
Þess utan eigum vér 18 miljónir króna inni í spari-
sjóðunum, sem ekki má telja í þjóðareigninni, það
sem A á inni, skuldar B sparisjóðnum. En þessar 18
milj. kr. eru eins konar vasapeningar þjóðarinnar, því
hvenær, sem einhver þarf síns með, getur hann tekið
það út, og hrúkað það, alveg eins og menn taka pen-
inga upp úr buddunni sinni til að borga með eitt-
hvað sem þeir þurfa.
Fyrir milligöngu verzlunarinnar við önnur lönd
var útflutta varan komin í 19 miljónir króna 1913;
það voru tekjur þjóðarinnar í góðu meðalári þá.
Þær hefðu vaxið siðan, þó enginn heimsófriður hefði
komist á. Alt sem vér greiðum hver öðrum fyrir
annað en útfluttu vöruna, allar útlenzkar afurðir
sem vér notum eða neytum eru ótaldar þar. En svo
mikið er víst, að liver útlendingur með fés5rsluviti
verður algerlega forviða á, að svo fámenn þjóð skuli
verzla með öll þessi ósköp af verðmætum vörum.
Þjóðarhagir landsmanna hafa aldrei að ósekju orðið
metnir í 10-eyringum, og al'.ra sízt nú. Hérlendir
menn hafa komið fiskveiðunum í það horf, sem nú
eru þær í. Hérlendir menn hafa gert verzlunina inn-
lenda, hvorttveggja með aðstoð bankanna. Við höfum
fengið fésýslumenn og kaupsj'slumenn, sem liugsa í
miljónum króna og vonandi græða þær innan skamms.
ísland er ekki fátækt land lengur. Það er ríkt Iand,
og þegar ófriðurinn er búinn, og ófriðarþjóðirnar liafa
safnað skuldum, sem í vöxtum og aíborgunum leggja
60—90 kr. á livert mannsbarn á ári, ofan á þær
byrðar, sem áður voru fyrir, og þegar Danmörk,
Noregur og Svíþjóð eru búin að kosta alt að 600
miljónum króna til að halda uppi hlutleysi sínu, þá
verða íslendingar ríkasta þjóðin í Norðurálfu heims.
Bresturinn á íslenzkri menningu, og íslenzku þjóð-
lífi, er ekki það, að hér skorti harðfengi og þraut-
seigju á sjónum, eða fyrirhyggju, dirfsku og þekkingu