Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 42
34
Guðmundur Friðjónsson:
[ IÐUNN
Roskinn maður, frændi feyskju,
fiðurhaminn tók að viðra —
önnum brá og elju sinni,
oki smej'gði af hálsi beygðum;
essi beindi, austur að fossi,
undrin mest á vorri grundu
vildi skoða í aftans-eldi,
aðkomandi, sólmánaðar.
Hvað er þarna á hrjósturheiði?
Hvitan strók í íjarska lílur
viðra sig í moldryks-móðu —
Mjaldur gljúfra sér að falda!
Eyðimörk, sem eftir bíður
endurgræðslu, vilja, hendi,
talar á svæði margra milna,
misturgjörn, um dána kvisti.
Brýnir kaldan bragatóninn
bjargaskelfir Jökuls-elfar,
hann sem skvettir ýrðum unnum
ofan af bjargi niðrí karga.
Hundrað álna hrynja myndi
hvilabreiðan nið’rí vítið.
Kulda blæs um allar aldir
út úr barka strauma-svarkur.
Ásýnd þessa byrgisbúa,
brún og tunga rómi þrungin
óar mér, sem er á gægjum
upp’ á barði gljúfurvarða.
Sundlar mig á sviðnum granda,
svimar, þegar niðrí skima
svelginn, þar sem iðan ólgar,
úfinhærð, i meitilgljúfri.