Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 47
IÐUNN]
Landsspítali.
39
kostnaðurinn nemur iðulega 10,000 kr. á hverja
sæng, eða þaðan af meiru. Nú verður landsspitalinn
okkar að sjálfsögðu að jafnast á við vönduð alþýðu-
sjúkrahús í öðrum löndum. Og þess vegna er óhugs-
andi að honum verði komið upp fyrir minna fé en
V* miljón kr., og langréttast að gera ráð fyrir, að
stofnkostnaðurinn muni nema 8/4 miljón kr., eða
7500 kr. á hverja sæng.1)
Og þó er þetta ekki þyngsta byrðin — þessi upp-
hafskostnaður.
Þyngsta byrðin—það er rekstrarkoslnaðurinn.
Þar getum við ekki tniðað neitt við þá reynslu,
sem fengin er í þessum litlu og fátæklegu sjúkra-
skýlum, sem reist hafa verið hér á landi og styrkt
af almanna fé. En Heilsuhælið okkar er góð Ieið-
beining. Það jafnast að öllu leyti á við vönduð
Heilsuhæli á Norðurlöndum; og rekstrarkostnaðurinn
hefir reynst rétt ámóta og þar. En erlendis er rekstrar-
kostnaðurinn jafnan miklu meiri í almennum sjúkra-
húsum en í berklahælum, alt að því helmingi meiri.
Þessi mikli kostnaðarmunur er auðskilinn: í Heilsu-
hælunum liafa allir sjúklingarnir einn og sama sjúk-
dóminn. En í almennum sjúkrahúsum er tekið á
móti sjúklingum með mjög margskonar, ólíka sjúk-
dóma; þar þarf því miklu fleira starfsfólk, lækna,
hjúkrunarkonur og þjónustufólk; þar þarf jafnan
margvíslegt og mismunandi fæði handa sjúklingun-
um; þar verður lyfjakostnaður og umbúða margfalt
meiri; þar þarf mörg og margvísleg áhöld og tæki
til rannsókna og aðgerða, sem mikill kostnaður fylgir
að staðaldri.
Rekstrarkostnaðurinn á Vífilsstöðum nam — fyrir
slríðið — um 2 kr. 50 a. á hvern legudag, o: fyrir
hvern sjúkling á dag.
1) Iðunn I. bls. 245—251.