Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 48
40
G. Björnson:
I IÐUNN
Rekstrarkostnaðurinn í landsspítalanum hlýtur að
nema — í allra minsta lagi — 4 kr. á hvern legu-
dag.
Ef rúmin eru 100, þá má gera ráð fvrir 350 X 100
= 35000 legudögum. Og 35000 X 4=140 þúsund
krónur á ári.
Þar við bætast svo vextir og afborgun af stofnfé,
segjum 6°/0 af V4 miljón kr. = 45000 kr. á ári, eða
1.28 kr. á hvern legudag.
En það er aldrei venja, að telja vexti og afborgun
af stofnfé með rekstrarskostnaði sjúkrahúsa.
Hér verður nú að leiða athj'gli manna að því, að
rekstrarskostnaður sjúkrahúsa i öðrum löndum hefir
vaxið hröðum skrefum á síðasta mannsaldri, og
fer sívaxandi.
i£g tek t. d. þau sjúkrahús, sem Kaupmannahafn-
arbær hefir reist og rekið í sínar þaríir. Eg hef þar
fyrir mér skýrslur, sem ná frá 1864 til 1912, og set
hér lítinn útdrátt úr þeim:
Ar. Rekstrar- kostn. á legudag. Tillag úr bæjarsjóði.
Samtals á ári. Á livern bæjar- búa á ári.
1864 Kr. 1,27 Kr. 197,000 Kr. 1,19
1874 — 2,04 — 348,000 — 1,86
1884 — 2,14 — 513,000 — 1,91
1894 — 2,80 — 520,000 — 1,57
1904 — 3,51 — 1,775,000 — 4,20
1912 — 4,41 — 2,750,000 — 5,86
Síðan 1912 hafa þessi útgjöld bæjarins aukist stór-
um. Pví nú er Bispebjærg Hospital komið í viðbót,
og er því áður lýst.