Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 49
IÐUNN|
Landsspítali.
41
Þessu lík er útgjaldaaukningin, hvert sem lilið er,
i vönduð erlend sjúkrahús.
Hvernig stendur á þessu — þessari gífurlegu kostn-
aðarhækkun?
Þar kemur margt til greina, og menn skulu sízt
ætla, að hér sé að ræða um bruðlunarsemi eða
óþarfan tilkostnað. Síður en svo. Alstaðar er gætt
sparnaðar, alt sparað, sem sparað verður. En það,
sem sjúklingunum er talið nauðsynlegt, til hjúkrunar
og heilsubótar — það er ekki sparað og það má
ekki spara. Sá sparnaður hefnir sín — er tap, en
ekki gróði.
En höfuðástæðurnar fyrir kostnaðarhækkuninni eru
þessar:
1) Allar lífsnauðsynjar hafa stígið slórum í verði
— peningar fallið i verði.
2) Kaupgjald allra starfsmanna hefir stórum hækkað.
3) Fæði sjúklinganna og allur aðbúnaður og aðhlynn-
ing — þetta hefir alt tekið stórkostlegum breytingum
til batnaðar. Og hér er að ræða um það meginatriði
þessa máls, sem fæstir hugsa út í. — Læknum er að
verða það Ijóst, æ betur og betur, að það er ein brýn
höfuðnauðsyn allra sjúklinga, að vel fari um þá,
svo vel sem frekast er unt, að allur aðbúnaður og
allur viðurgerningur sé i sein allra beztu lagi, svo að
það séu stór umskifti til batnaðar fyrir allan almenn-
ing að komast úr heimahúsum í sjúkrahús, ef veik-
indi ber að höndum. Þetta er ein aðalástæðan fyrir
því, að sjúkraliúsin eru nú orðin svo dýr og kostn-
aðarsöm; og því meir sem hagur almennings — heim-
ilin — batna, þeim mun meira verður að kosla til
sjúkrahúsanna, svo að þau beri jafnan langt af alþýðu-
heimilum. í öðrum löndum er alþýða manna búin
að sjá og reyna, hvað þetta er afskaplega áríðandi
íyrir alla sjúklinga, og mikils varðandi, að gera
sjúkrahúsin, sem allra bezt úr garði. Áður var við-