Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 51
IÐUNN]
Landsspítali.
43
Og hver heilvita inaður er einfær um að sýna það
og sanna, að sjúku manneskjurnar eru þyngstu
ómagarnir á þjóðarheimilinu. Það kostar yfirleitt
miklu meira að í'ramfæra þá en aðra ómaga, þá sem
heilbrigðir eru. Og sé það fullvinnandi manneskja,
sem fer í ómegð sökum veikinda, þá er tjónið tvö-
falt. Hugsum okkur t. d. að kaupamaður, sem hefir
21 kr. í kaup um vikuna, verði veikur og megi nú
borga 2 kr. fyrir sig á dag — það er 5 kr. tap
fyrir hann á dag.
Hvað myndi nú lapið vera mikið á ári, et við
teldum saman alla sjúklingana okkar og reiknuðum
alt vinnutjónið og allan veikindakostnaðinn — fyrir
þjóðina í heild sinni? — Gamlir hreppsnefndarmenn
og bæjarfulltrúar vita vel, að hér er ekki um neina
smámuni að ræða.1) Það er alveg óhælt að fullyrða,
að þessi útgjaldaliður þjóðíélagsins skiftir miljónum
króna á hverju ári.
Nú skulum við hugsa okkur, að hægt væri að
benda á ráð til þess að létta þessa þungu þjóðar-
byrði — veikindakoslnað og þar ineð fylgjandi vinnu-
tjón jrjóðarinnar — um V* iniljón kr. eða þaðan af
meir á hverju ári, en til þess jfrði að verja 150 þús.
kr. á ári úr landssjóði. Þá væri þó um bersýnilegt
gróðafyrirtæki að ræða.
Og eitt ráðið er íljólfundið.
Það er landsspítali, vandaður landsspítali. Halda
menn að erlend bæjarfélög og sveilarfélög — og
þjóðfélög — gerðu það sem þau gera, að verja
ógrynni fjár í hlutfalli við fólksfjölda í þessi afar-
dýru sjúkrahús, ef þau sæu sér engan liag í því?
Nei, nei, nei. í öðrum siðuðum löndum eru menn
nú komnir að fullri raun um það, að livert nýtt,
1) Ef legukostnaður þurfalings i sjúkralnisum icr fram úr 200 kr.
á ári, ber landssjóði nú að liorga það sem fram yflr er 200 kr. Pau út-
gjöld lnndssjóðs urðu 1915 yfir 28 þús kr.