Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 52
44
G. Björnson:
1IÐUNN
vandað sjúkrahús er stórgróðafyrirtæki fyrir almenn-
ing, fyrir þjóðfélagið, að hagnaðurinn nemur miklu,
miklu meiru en tilkostnaðurinn.
Þetta verðum við að íhuga vandlega, megum ekki
festa allan hugann við tilkostnaðinn, verðum líka að
hugsa gaumgæfilega um ávinninginn, gróðavon þjóð-
arinnar af þessu fyrirlæki.
Til hægðarauka fyrir alla hugsandi menn vil ég
vekja athygli á þessu þrennu:
1) Það er algild reynsla í almennuin sjúkrahúsum,
að legutími sjúklinga þar nemur að meðaltali 5 vik-
um. Má því óhætt gera ráð fyrir, að landsspítalinn
(með 100 rúmum) muni hýsa þúsund sjúklinga
á hverju ári.
2) A hverju ári koma í Ijós sjúklingar viðsvegar
um land — svo hundruðum og hundruðum skiftir,
sem eru sveitalæknum um megn, en viðhjálpandi,
ef þeir komast í vandað sjúkrahús til reyndra lækna,
er hafa þar svo ótalmargt við að styðjast, sem sveita-
læknar fara á mis við. IJað er urmul) af sjúklingum,
sem þetta á heima um með fullum sanni: Ef þeir
eru kyrrir heima, þá liggur fyrir þeim viðloðandi
heilsuleysi eða vís dauði. En komist þeir i sjúkrahús,
eins og við hugsum okkur landsspítalann, eða annað
ámóta sjúkrahús, þá verður borgið lífi þeirra og
heilsu. Pær eru ekki lengi að græðast hverjar 100
þúsund krónurnar á þann hátt — fyrir þjóðfélagið.
3) Landsspítalanum mundu fylgja þau stóru hlunn-
indi, að læknaefni, yfirsetukonur og hjúkrunarkonur
fengi miklu fullkomnari mentun en nú eru föng á.
Sá óbeini hagnaður er líka peningavirði fyrir þjóð-
ina, og ekkert smáræði.
Einhverntíma rekur að því — fyr eða siðar, að
hverjum manni verður ljóst, að það er gróðafyrirtæki