Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 53
IÐUNN]
Landsspítali.
45
fyrir þjóðfélagið að konia upp svona vönduðum lands-
spítala.
Og þá horíir þjóðin ekki í tilkostnaðinn, þegar hún
sér sér vinninginn vísan.
Þá verður landsspítalinn reistur.
En þá kemur líka upp nýtt vafamál: Hver á að
borga brúsann? Gerum nú, að landið leggi til stofnfé.
En þá er eftir rekstrarkostnaðurinn, 4—5 kr. á hvern
sjúkling á dag.
Það er satt, að sjúklingarnir wvilja alt til vinna«
að fá aftur heilsuna. Það sést bezt á því, að fjöldi
fólks vinnur það nú til á hverju ári hér á landi, að
fara á sveitina, fórnar frelsi sínu til þess, að komast
á sjúkrahús sér til heilsubótar.
Hún er dýr sjúkrahúsvistin hér á landi. Sjúkrá-
húsin og sjúkraskýlin taka þetta 1 kr. 25 a. til 1 kr.
65 a. á dag af hverjum sjúkling, en þar að auki
verður hver sjúklingur að borga lyf (þó ekki í Landa-
koti), umbúðir, læknishjálp og »vökunætur«, svo að
kostnaðurinn samtals verður venjulegast 2—3 kr. á
dag, og iðulega yíir 3 kr. 1 Heilsuhælinu, vandaðasta
sjúkrahúsi landsins, fá þó sjúklingarnir alt sem hér
var talið fyrir 1 kr. 50 a. (nú 2 kr.) á dag.
í Englandi fær öll alþýða manna ókeypis sjúkra-
húsvist. Og flest sjúkrahúsin þar eru kosluð af gjöfum
góðra tnanna. Þessi mikla hjálpfýsi við sjúkar mann-
eskjur er einn ríkasti vollurinn um menningargöfgi
enskra þjóða.
Á Norðurlöndum er nú líka svo komið, og eins á
Þýzkalandi, að meginkostnaðurinn er goldinn af al-
mannafé, svo að sjúklingarnir þurfa ekki að borga
með sér nema 85 aura til 1 kr. 25 aura á dag —
alt í alt. Og í þeim löndum eiga mjög mörg sjúkra-
liús marga og rnikla gjafasjóði, sem gefnir hafa verið
í því skyni, að veita efnalausu fólki ókeypis sjúkra-
húsvist.