Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Side 54
■46
G. Björnson:
[ IÐUNN
Hvort er nú sómasamlegra um landsspítalann, að
heimta mestallan rekstrarkostnaðinn af þessum þús-
und sjúklingum, sem þangað myndu leila árlega, eða
af þjóðinni í heild sinni (úr landssjóði)?
Það er tími til stefnu að hugsa um svarið, og ég
ætla menn verði orðnir ásáltir um það, löngu áður
en landsspítalinn er kominn undir þak.
í landsspítalanum verða auðvitað, eins og nú gerist
í sjúkrahúsum, einbýlisstofur fyrir stórefnað fólk og
þá heimtuð af því full borgun, sem svarar öllum
kostnaði.
En það er alveg eins hér og annarsstaðar, að flestir
eru fátækir, fáir ríkir, svo þelta gerir lítinn reikn-
ingsmun.
Eg hef nú fært tnargar og miklar líkur fyrir því —
1) að landsspítali með 100 sóltarsængum mundi
kosta um V2—3/4 miljón króna — 2) að rekstrar-
kostnaðurinn (þar með talin læknishjálp, lyf, umbúðir
o. s. frv.) hljóti að nema 4—5 kr. á dag fyrir hvern
sjúkling — 3) að spilalinn muni geta hýst 1000 sjúk-
linga á ári — 4) að þessi kostnaðarsama stofnun
muni þó í raun og sannleika reynast þjóðfélaginu
arðvænasta gróðafyrirtæki.
Næst mun ég gera mér að umtalsefni sjúkrahúsþörf
Heykjavíkurbæjar. Reykjavík er langstærsti kaupstaður
landsins, og á sér þó ekkert sjúkrahús; en það eiga
allir hinir kaupstaðirnir nema Hafnarfjörður. Eg veit
það er álit margra manna, að Reykjavík eigi að vera
í samlögum við landið um veglegt sjúkrahús hér í
bænum. I3að var vit í því tali fyrir 15 árum, meðan
bærinn var miklu minni, og geta þjóðarinnar miklu
minni. En nú víkur öðru vísi við, allar horfur á því,
að 1930 verði Reykvíkingar orðnir 30 þúsund. Mun