Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1916, Page 55
ÍÐUNN]
Landsspítali.
47
ég næst færa sönnur á það, að landsspitalaþörf allrar
þjóðarinnar og sjúkrahúsþört Reykjavíkurbæjar eru
tvær ólíkar þarfir og geta ekki átt samleið, eins og
nú er komið.1)
Þar á eftir mun ég svo ræða um þörfina á sjúkra-
skýlum í öllum sveitahéruðum, á hverju læknissetri.
Sú hrýna nauðsyn er all annars eðlis en landsspítala-
nauðsynin, og engu minni fyrir því, þó að lands-
spilalinn kæmisl á fót. Verð strax að slá þann var-
nagla.
Það kann að vitnast, úr Læknablaðinu, að einn af
merkustu læknum landsins er heldur andvigur lands-
spitalanum — aðallega kostnaðarins vegna. Og það
kann að vera, að margur ætli þá í bili, að ég standi
því nær einn uppi, að fiestir aðrir læknar landsins
séu þessu máli andvígir. En það er siður en svo sé;
það munu menn fá að lieyra, þegar frá líður.
Það er ekkert nýmæli þetta landsspítala mál. Það
getur haldið sjötugsafmælið sitt á alþingi næsta ár,
þvi að 1847 var það, að Jón Sigurðsson bar upp á
alþingi uppáslungu um læknaskipun á íslandi og
spitala (landsspitala) í Reykjavík, og því sama þingi
hárust 6 uppástungur frá ýmsum sýslum um nýja
læknaskipun og spítala. Síðan hefir þessi þjóðarnauð-
syn margoft verið rædd, hæði utan þings og innan.
Og áður en ég lýk þessu tali mínu í Iðunni, mun ég
gera stutta grein fyrir sögu landsspitalamálsins.
1) Þá mun ég lika minnast á sjúkrahús St. Joseps systranna í Landa-
k°ti, alt þeirra veglega starf hér á landi. Pað er gott og blessað, og það
verður aldrei óþnrft eða ofaukið. En það gelur aldrei bœtt úr landsspitala
Þörfinni eða fullnœgt allri sjúkrahúsþörf Reykjavikur framvegis.